Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 21:18 Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. Vísir/Getty Starfshópur sem falið var að kanna mögulegan ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við sólarganginn hefur nú skilað heilbrigðisráðherra greinargerð með tillögu þess efnis. Í henni kemur fram að sólarupprás og sólsetur eru að meðaltali einum klukkutíma seinna hér á landi en ef miðað er við rétt tímabili. Það misræmi hafi verið lögfest árið 1968 með svokölluðum miðtíma. Var hann ákveðinn með efnahags- og viðskiptahagsmuni fyrst og fremst að leiðarljósi. Bendir starfshópurinn á að seinni ár hafi rannsóknir leitt í ljós neikvæð áhrif miðtíma á heilsufar fólks. Skýrist það af því að líkamsklukkan sem samhæfir starfsemi líkamans, þarf birtuboð til að halda réttum takti og þar ræður sólarupprásin hvað mestu. Seinki líkamsklukkunni er hætta á að svefntíminn skerðist og með því aukast líkur á ýmsum sjúkdómum, svo sem offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig valdi þetta lakari framleiðni og kemur til dæmis niður á námsárangri í skólum auk þess sem sýnt hefur verið fram á samband milli seinkaðrar líkamsklukku og aukinnar depurðar/þunglyndis hjá unglingum og ungu fólki.Klukkuþreyta algeng meðal íslenskra ungmenna Í greinargerðinni kemur fram að svefntími íslenskra unglinga sé skemmri en hjá evrópskum jafnöldrum þeirra og þeir sofi einungis um sex klukkutíma á virkum dögum og að svokölluð „klukkuþreyta“ sé algeng meðal þeirra. Klukkuþreyta felst í því að háttatíma seinkar og er ekki í samræmi við fastákveðinn fótaferðartíma á virkum dögum og því skerðist svefntíminn. Að mati starfshópsins er mögulegt að of lítill svefn hafi áhrif á hátt brottfall nemenda úr framhaldsskólum hér á landi. Tillaga starfshópsins felur í sér að klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund sem myndi seinka fótaferð fólks sem því nemur. Með því móti myndi birtustundum á morgnana fjölga um 13% (vestast á landinu) í svartasta skammdeginu (nóvember – janúar) og vetrardögum þar sem bjart er orðið kl. 9.00 myndi fjölga um 64. Birtustundum síðdegis myndi við þessa breytingu fækka um 13% en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsumars, þ.e. í apríl og ágúst. Þá mælir hópurinn gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til að slíkar breytingar hafi einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að nú hafi verið dregin helstu niðurstöður í málinu og að hún muni kynna þær ríkisstjórn. Ákvörðun um að breyta klukkunni hafi áhrif á marga þætti í samfélaginu. „Slík ákvörðun þarf að byggjast á þroskaðri umræðu. Því er mikilvægt að fólk sé reiðubúið að ræða þetta mál af skynsemi og velta fyrir sér rökum með og á móti áður en það myndar sér afstöðu, því þetta skiptir sannarlega máli“ segir heilbrigðisráðherra. Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Starfshópur sem falið var að kanna mögulegan ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við sólarganginn hefur nú skilað heilbrigðisráðherra greinargerð með tillögu þess efnis. Í henni kemur fram að sólarupprás og sólsetur eru að meðaltali einum klukkutíma seinna hér á landi en ef miðað er við rétt tímabili. Það misræmi hafi verið lögfest árið 1968 með svokölluðum miðtíma. Var hann ákveðinn með efnahags- og viðskiptahagsmuni fyrst og fremst að leiðarljósi. Bendir starfshópurinn á að seinni ár hafi rannsóknir leitt í ljós neikvæð áhrif miðtíma á heilsufar fólks. Skýrist það af því að líkamsklukkan sem samhæfir starfsemi líkamans, þarf birtuboð til að halda réttum takti og þar ræður sólarupprásin hvað mestu. Seinki líkamsklukkunni er hætta á að svefntíminn skerðist og með því aukast líkur á ýmsum sjúkdómum, svo sem offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig valdi þetta lakari framleiðni og kemur til dæmis niður á námsárangri í skólum auk þess sem sýnt hefur verið fram á samband milli seinkaðrar líkamsklukku og aukinnar depurðar/þunglyndis hjá unglingum og ungu fólki.Klukkuþreyta algeng meðal íslenskra ungmenna Í greinargerðinni kemur fram að svefntími íslenskra unglinga sé skemmri en hjá evrópskum jafnöldrum þeirra og þeir sofi einungis um sex klukkutíma á virkum dögum og að svokölluð „klukkuþreyta“ sé algeng meðal þeirra. Klukkuþreyta felst í því að háttatíma seinkar og er ekki í samræmi við fastákveðinn fótaferðartíma á virkum dögum og því skerðist svefntíminn. Að mati starfshópsins er mögulegt að of lítill svefn hafi áhrif á hátt brottfall nemenda úr framhaldsskólum hér á landi. Tillaga starfshópsins felur í sér að klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund sem myndi seinka fótaferð fólks sem því nemur. Með því móti myndi birtustundum á morgnana fjölga um 13% (vestast á landinu) í svartasta skammdeginu (nóvember – janúar) og vetrardögum þar sem bjart er orðið kl. 9.00 myndi fjölga um 64. Birtustundum síðdegis myndi við þessa breytingu fækka um 13% en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsumars, þ.e. í apríl og ágúst. Þá mælir hópurinn gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til að slíkar breytingar hafi einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að nú hafi verið dregin helstu niðurstöður í málinu og að hún muni kynna þær ríkisstjórn. Ákvörðun um að breyta klukkunni hafi áhrif á marga þætti í samfélaginu. „Slík ákvörðun þarf að byggjast á þroskaðri umræðu. Því er mikilvægt að fólk sé reiðubúið að ræða þetta mál af skynsemi og velta fyrir sér rökum með og á móti áður en það myndar sér afstöðu, því þetta skiptir sannarlega máli“ segir heilbrigðisráðherra.
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira