Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 19:45 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Um er að ræða fimm fjölskyldur sem þurftu að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafa sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. Um er að ræða fyrsta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að taka á móti. Á næstunni er einnig von á 10 hinsegin flóttamönnum frá Úganda, 21 einstaklingum í viðbót frá Írak og Súr sem nú bíða í flóttamannabúðum í Jórdaníu en þar voru fjölskyldurnar sem komu til landsins í dag áður en ferðalagið til Íslands hófst. „Það er búið að finna húsnæði handa þeim og tryggja allt hið nauðsynlega til að byrja með og síðan fara þau í íslenskukennslu og hefja bara nýjan kafla í sínu lífi,“ sagði Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2 við komu fólksins til landsins. Í október síðastliðnum fór Linda ásamt öðrum fulltrúum Íslands til Jórdaníu þar sem hópurinn var búinn undir komuna til Íslands. „Aðstæður fólksins eru geisilega mismunandi. Sumir hafa lengi verið á flótta, þeir hafa jafnvel verið á flótta, farið til annarra landa og endað þarna. Aðrir eru nýkomnir til Jórdaníu en það sem einkennir þau öll er að þetta eru einstaklingar í einstaklega viðkvæmri stöðu og eiga ekki möguleika á mannsæmandi lífi þar sem þau eru stödd,“ segir Linda. Öll hafa þau verið mislengi á flótta. „Ef ég man eftir rétt þá er fólkið búið að vera á flótta allt frá 11 árum og í eitt og hálft ár,“ segir Linda. Það verða því eflaust mikil viðbrigði að setjast að á Íslandi en Linda segir mikla eftirvæntingu ríkja í hópnum. „Þau eru gífurlega spennt og hafa miklar væntingar, það er vitað og þau eru mjög þakklát að komast úr þeim aðstæðum. En við vitum einnig að þetta er erfitt ferðalag þegar þú ert þvingaður frá þínu heimalandi sem að þú varst ánægður að búa á þá er þetta ávalt erfitt ferðalag,“ segir Linda. Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Um er að ræða fimm fjölskyldur sem þurftu að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafa sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. Um er að ræða fyrsta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að taka á móti. Á næstunni er einnig von á 10 hinsegin flóttamönnum frá Úganda, 21 einstaklingum í viðbót frá Írak og Súr sem nú bíða í flóttamannabúðum í Jórdaníu en þar voru fjölskyldurnar sem komu til landsins í dag áður en ferðalagið til Íslands hófst. „Það er búið að finna húsnæði handa þeim og tryggja allt hið nauðsynlega til að byrja með og síðan fara þau í íslenskukennslu og hefja bara nýjan kafla í sínu lífi,“ sagði Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2 við komu fólksins til landsins. Í október síðastliðnum fór Linda ásamt öðrum fulltrúum Íslands til Jórdaníu þar sem hópurinn var búinn undir komuna til Íslands. „Aðstæður fólksins eru geisilega mismunandi. Sumir hafa lengi verið á flótta, þeir hafa jafnvel verið á flótta, farið til annarra landa og endað þarna. Aðrir eru nýkomnir til Jórdaníu en það sem einkennir þau öll er að þetta eru einstaklingar í einstaklega viðkvæmri stöðu og eiga ekki möguleika á mannsæmandi lífi þar sem þau eru stödd,“ segir Linda. Öll hafa þau verið mislengi á flótta. „Ef ég man eftir rétt þá er fólkið búið að vera á flótta allt frá 11 árum og í eitt og hálft ár,“ segir Linda. Það verða því eflaust mikil viðbrigði að setjast að á Íslandi en Linda segir mikla eftirvæntingu ríkja í hópnum. „Þau eru gífurlega spennt og hafa miklar væntingar, það er vitað og þau eru mjög þakklát að komast úr þeim aðstæðum. En við vitum einnig að þetta er erfitt ferðalag þegar þú ert þvingaður frá þínu heimalandi sem að þú varst ánægður að búa á þá er þetta ávalt erfitt ferðalag,“ segir Linda.
Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39