Erlent

Hökkuðu samsæriskenningar um blekkingar nemendanna í sig

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Trevor Noah, Stephen Colbert og Jimmy Kimmel spöruðu ekki stóru orðin.
Trevor Noah, Stephen Colbert og Jimmy Kimmel spöruðu ekki stóru orðin.
Helstu spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum komu eftirlifendum skotárásarinnar í skóla í Parkland í Flórída til varnar í þáttum þeirra í gær. Nemendur við skólann hafa krafist breytinga á vopnalöggjöfinni í Bandaríkjunum en fengið á sig harða gagnrýni.

Samsæriskenningarsmiðir á netinu hafa nú sakað nemendahópinn um að vera launaðir leikarar sem ferðist á milli vettvanga skotárása. Byssueign er viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og er hatrammlega barist gegn öllum tilraunum til þess að koma böndum á byssueign.

Jimmy Kimmel, Stephen Colbert og Trevor Noah fetuðu í fótspor James Corden og tóku þetta mál fyrir í þáttum þeirra í gærkvöldi. Óhætt er að segja að þeir hafi gripið til varna fyrir krakkana sem lifðu skotárásina af.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×