Veðrið verst á milli 9 og 10 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:30 Vindaspá fyrir klukkan 10 í dag. Skjáskot Búast má við því að veðrið verði sem verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 9 og 10 í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engin ástæða er til að ætla annað en að spár gangi eftir. „Þetta er bara allt á áætlun,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að fólk noti hyggjuvitið á leið í vinnu og skóla. „Það er vissulega blint mjög víða og það er mikill snjór á götum og slydda og hálka sennilega undir. Þannig það er best að fara varlega.“ Aðgerðarstjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, lögreglu og björgunarsveita hefur verið virkjuð. Að minnsta kosti níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið virkjaðar og um það bil 50 manns verið kallaðir út til að geta brugðist við ef eitthvað bjátar á.Kröpp og djúp lægð Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem skrifaðar voru um miðnætti segir að lægðin verði að mestu farin hjá um hádegi:Með morgninum fer kröpp og djúp lægð hratt til norðurs fyrir vestan land. Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafn vel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi.Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.Á morgun er veðrið gegnið niður, en í staðinn komin stíf suðvestanátt með éljum og mun lægri hitatölum. Léttir þó smám saman til fyrir norðan og austan. Á föstudag er síðan von á enn einni óveðurslægð, þó að það veður ná ekki sömu hæðum og í dag.Veðurhorfur á landinu Gengur í suðaustan 23-30 m/s, hvassast á V-verðu landinu. Snjókoma og skafrenningur í fyrstu, en síðan slydda og rigning, úrhellisrigning SA-lands. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu V-til upp úr hádegi, en áfram stormur og úrkoma A-lands fram á nótt. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig síðdegis. Sunnan og suðvestan 13-20 og víða él á morgun, hvassast við SV-ströndina, rigning framan af degi SA-lands, en léttir smám saman til á N- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag: Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag: Sunnanhvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan. Veður Tengdar fréttir Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Búast má við því að veðrið verði sem verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 9 og 10 í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engin ástæða er til að ætla annað en að spár gangi eftir. „Þetta er bara allt á áætlun,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að fólk noti hyggjuvitið á leið í vinnu og skóla. „Það er vissulega blint mjög víða og það er mikill snjór á götum og slydda og hálka sennilega undir. Þannig það er best að fara varlega.“ Aðgerðarstjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, lögreglu og björgunarsveita hefur verið virkjuð. Að minnsta kosti níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið virkjaðar og um það bil 50 manns verið kallaðir út til að geta brugðist við ef eitthvað bjátar á.Kröpp og djúp lægð Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem skrifaðar voru um miðnætti segir að lægðin verði að mestu farin hjá um hádegi:Með morgninum fer kröpp og djúp lægð hratt til norðurs fyrir vestan land. Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafn vel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi.Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.Á morgun er veðrið gegnið niður, en í staðinn komin stíf suðvestanátt með éljum og mun lægri hitatölum. Léttir þó smám saman til fyrir norðan og austan. Á föstudag er síðan von á enn einni óveðurslægð, þó að það veður ná ekki sömu hæðum og í dag.Veðurhorfur á landinu Gengur í suðaustan 23-30 m/s, hvassast á V-verðu landinu. Snjókoma og skafrenningur í fyrstu, en síðan slydda og rigning, úrhellisrigning SA-lands. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu V-til upp úr hádegi, en áfram stormur og úrkoma A-lands fram á nótt. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig síðdegis. Sunnan og suðvestan 13-20 og víða él á morgun, hvassast við SV-ströndina, rigning framan af degi SA-lands, en léttir smám saman til á N- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag: Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag: Sunnanhvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan.
Veður Tengdar fréttir Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59
Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24
Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35