Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Fram 27-27 | Fram í úrslitin eftir vítakeppni Benedikt Grétarsson skrifar 9. mars 2018 22:30 vísir/stefán Það verða Fram og ÍBV sem leika til úrslita um Coca-Cola bikar karla í handknattleik karla 2018. Fram vann Selfoss eftir hreint magnaðan leik þar sem úrslitin réðust eftir framlengingu og vítakeppni. Staðan að lokum venjulegum leiktíma var 23-23 og 27-27 eftir framlenginguna. Markahæstur Framara var Matthías Daðason með átta mörk og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 21 skot í markinu. Markahæstur í liði Selfoss var Teitur Örn Einarsson með 8 mörk og Sölvi Ólafsson varði 15 skot í markinu. Fyrir leik voru ansi margir á því að Selfoss ætt nokkuð greiða leið í úrslitaleikinn en Fram hefur ekki verið sannfærandi á þessari leiktíð. Það býr þó ýmsilegt í liði Fram og þeir gáfu Selfyssingum hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum lengstum í fyrri hálfleik en ágætur sprettur Selfyssinga síðustu mínútur hálfleiksins skilaði þeim þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12. Þar munaði mikið um markvörslu Sölva Ólafssonar sem varði alls 10 skot í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur fer í sögubækurnar sem einhverjar rosalegustu 30 mínutur í sögu bikarsins. Fram múraði fyrir í vörninni og Viktor Gísli stóð vaktina frábærlega í markinu. Þessi vörn og markvarsla skilaði Frömurum þriggja marka forskoti þegar um fjórar mínútur voru til eiksloka og útlitið bjart. Selfoss gafst hins vegar aldrei upp, náði að jafna metin og lokamínútan var rosaleg. Framarar héldu í sókn þegar 35 sekúndur voru eftir í stöðunni 23-23 en misstu boltann. Selfoss brunaði fram en missti sömuleiðis boltann og nú voru það Framarar sem brunuðu upp völlinn. Andri Már Helgason skoraði að því virtist sigurmarkið fyrir Fram en dómarar leiksins mátu það þannig að boltinn hefði ekki verið kominn yfir marklínuna þegar leiktíminn kláraðist og því var framlengt í þessum geggjaða leik. Miðað við hvað mín eyru heyrðu virtist sem þeir Anton Gylfi og Jónas hafi haft rétt fyrir sér í þessu atviki. Framlengingin var svo bara nákvæmlega eins, geggjuð spenna og allt i járnum. Viktor Gísli Hallgrímsson kórónaði góðan leik sinn með því að verja síðustu tvö skot Selfoss og því réðust úrslitin í vítakeppni. Vítakeppnin var 100% hjá Fram sem skoraði úr öllum sínum vítum en Teitur Örn Einarsson skaut í stöng í öðru víti Selfoss og því voru það ólseigir Framrar sem fögnuðu sigri og mæta fullir sjálfstrausts í úrslitaleikinn á morgun.Af hverju vann Fram leikinn? Varnarleikur og markvarsla var algjörlega til fyrirmyndar og Framarar misstu aldrei trú á verkefninu. Sóknarleikurinn gerði það sem þurfti og Framarar voru duglegir að finna glufur í sterkri vörn Selfyssinga. Barátta, hjarta og samstaða skilaði þessu einnig að miklu leyti.Hverjir stóðu upp úr? Viktor Gísli Hallgrímsson var gjörsamlega frábær í markinu hjá Fram og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson steig upp í seinni hálfleik og labbaði í gegnum vörn Selfoss hvað eftir annað. Matthías Daðason var með stáltaugar á vítalínunni en það er allt liðið og þjálfarinn sem verðskuldar þetta hrós. Atli Ævar Ingólfsson átti fínan leik hjá Selfossi og Sölvi Ólafsson varði vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hinn ungi Haukur Þrastarson lék óvænt með Selfossi í þessum leik en virkaði eðlilega nokkuð ryðgaður eftir meiðsli. Reyndar fannst mér Haukur fá á köflum full harkalega meðferð frá varnarmönnum Framara.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn var köflóttur hjá báðum liðum. Fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks voru reyndar afleitar sóknarlega hjá Selfyssingum, sem skoruðu aðeins fjögur mörk. Það hlýtur að teljast til stórtíðinda en auðvitað fær varnarleikur Fram og markvarslan einnig hrós fyrir sinn þátt í þessu sóknarveseni Selfoss.Hvað gerist næst? Fram fær nokkrar klukkustundir til að jafna sig fyrir úrslitaleikinn gegn ÍBV og þar munu Framarar væntanlega gefa ofurliði Eyjamanna góðan leik. Það er jákvætt fyrir Fram að eiga stórskyttuna Arnar Birki Hálfdánsson inni sóknarlega en það verður vörn Fram og markvarsla sem sker út um möguleika þeirra á morgun. Selfoss mætir FH í stórleik í Olísdeildinni og getur með sigri nánast tryggt sér deildameistaratitilinn.Andri Þór Helgason.Vísir/AntonAndri: Ég var helvíti kaldur „Pumpan var bara óvenju slök. Ég var helvíti kaldur en það fer bara ekkert í gegnum hausinn á manni þegar maður er að taka svona víti,“ sagði Andri Þór Helgason sem tryggði Fram sæti í bikarúrslitunum með því að skora úr síðasta víti liðsins í vítakeppni gegn Selfossi. „Það er bara best að vera með kaldan haus og ég var ekki búinn að eiga góðan leik og er bara feginn að hafa getað klárað þetta,“ bætti Andri við. „Við vorum ákveðnir í því að mæta tilbúnir til leiks og gera okkar besta. Við gerðum það. Deildin hefur frekar slök hjá okkur í vetur, þannig að bikarinn er svona gulrót sem við eltumst við. Nú ætlum við bara að klára þetta dæmi.“ Það er ekki löng hvíld framundan en úrslitaleikurinn fer fram klukkan fjögur á morgun. „Nú er það bara kalt bað og nudd framundan. Ég næ nú ekki að fara að sofa snemma eftir svona leik en við mætum klárir á morgun og þreyta verður ekki neitt vandamál hjá okkur,“ sagði örþreyttur Andri að lokum.Patrekur Jóhannessonvísir/vilhelmPatrekur: Þú mátt bara greina dómgæsluna í þessu leik Patrekur Jóhannesson mátti horfa á sína menn í Selfossi tapa gegn Fram í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ og þessi mikli keppnismaður var auðvitað svekktur eftir leik. „Það breytist ekki að það er hundfúlt að tapa. Ef maður fer að sætta sig við tap, á maður bara að hætta í þessu. Við erum í fínni stöðu eftir fyrri hálfleik í stöðunni 15-12 en naum svo ekki neinu floti í seinni hálfleik. Fram spilaði þá vörn sem við áttum von á og við höfum nú leyst svona vörn mjög vel í vetur. Við komumst aftur inn í leikinn með 3-3 vörninni okkar en síðan er þetta bara stöngin út, stöngin inn.“ Atli Ævar Ingólfsson þarf að dekka ansi stórt svæði varnarlega í þessari 3-3 vörn og lenti í vandræðum með Valdimar Sigurðsson á línunni. Kom til greina að breyta aftur um vörn? „Það er svo auðvelt að vera fyrir utan og horfa á þetta og velta fyrir sér „ef og hefði“. Atli Ævar hefur spilað þetta margoft áður í vetur og ég stend bara með mínum ákvörðunum. Hvort að Atli hafi tapað einhverjum einvígum, skiptir ekki öllu máli. “ Það var áberandi að Selfyssingar voru ekki sáttir við dómgæsluna í kvöld. Eitthvað sem Patrekur vill tjá sig um það? „Nei nei, þú bara greinir það. Þú ferð bara í smá rannsóknarvinnu og sérð hvort að þetta hafi verið einhver vitleysa,“ sagði Patrekur að lokum. Íslenski handboltinn
Það verða Fram og ÍBV sem leika til úrslita um Coca-Cola bikar karla í handknattleik karla 2018. Fram vann Selfoss eftir hreint magnaðan leik þar sem úrslitin réðust eftir framlengingu og vítakeppni. Staðan að lokum venjulegum leiktíma var 23-23 og 27-27 eftir framlenginguna. Markahæstur Framara var Matthías Daðason með átta mörk og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 21 skot í markinu. Markahæstur í liði Selfoss var Teitur Örn Einarsson með 8 mörk og Sölvi Ólafsson varði 15 skot í markinu. Fyrir leik voru ansi margir á því að Selfoss ætt nokkuð greiða leið í úrslitaleikinn en Fram hefur ekki verið sannfærandi á þessari leiktíð. Það býr þó ýmsilegt í liði Fram og þeir gáfu Selfyssingum hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum lengstum í fyrri hálfleik en ágætur sprettur Selfyssinga síðustu mínútur hálfleiksins skilaði þeim þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12. Þar munaði mikið um markvörslu Sölva Ólafssonar sem varði alls 10 skot í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur fer í sögubækurnar sem einhverjar rosalegustu 30 mínutur í sögu bikarsins. Fram múraði fyrir í vörninni og Viktor Gísli stóð vaktina frábærlega í markinu. Þessi vörn og markvarsla skilaði Frömurum þriggja marka forskoti þegar um fjórar mínútur voru til eiksloka og útlitið bjart. Selfoss gafst hins vegar aldrei upp, náði að jafna metin og lokamínútan var rosaleg. Framarar héldu í sókn þegar 35 sekúndur voru eftir í stöðunni 23-23 en misstu boltann. Selfoss brunaði fram en missti sömuleiðis boltann og nú voru það Framarar sem brunuðu upp völlinn. Andri Már Helgason skoraði að því virtist sigurmarkið fyrir Fram en dómarar leiksins mátu það þannig að boltinn hefði ekki verið kominn yfir marklínuna þegar leiktíminn kláraðist og því var framlengt í þessum geggjaða leik. Miðað við hvað mín eyru heyrðu virtist sem þeir Anton Gylfi og Jónas hafi haft rétt fyrir sér í þessu atviki. Framlengingin var svo bara nákvæmlega eins, geggjuð spenna og allt i járnum. Viktor Gísli Hallgrímsson kórónaði góðan leik sinn með því að verja síðustu tvö skot Selfoss og því réðust úrslitin í vítakeppni. Vítakeppnin var 100% hjá Fram sem skoraði úr öllum sínum vítum en Teitur Örn Einarsson skaut í stöng í öðru víti Selfoss og því voru það ólseigir Framrar sem fögnuðu sigri og mæta fullir sjálfstrausts í úrslitaleikinn á morgun.Af hverju vann Fram leikinn? Varnarleikur og markvarsla var algjörlega til fyrirmyndar og Framarar misstu aldrei trú á verkefninu. Sóknarleikurinn gerði það sem þurfti og Framarar voru duglegir að finna glufur í sterkri vörn Selfyssinga. Barátta, hjarta og samstaða skilaði þessu einnig að miklu leyti.Hverjir stóðu upp úr? Viktor Gísli Hallgrímsson var gjörsamlega frábær í markinu hjá Fram og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson steig upp í seinni hálfleik og labbaði í gegnum vörn Selfoss hvað eftir annað. Matthías Daðason var með stáltaugar á vítalínunni en það er allt liðið og þjálfarinn sem verðskuldar þetta hrós. Atli Ævar Ingólfsson átti fínan leik hjá Selfossi og Sölvi Ólafsson varði vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hinn ungi Haukur Þrastarson lék óvænt með Selfossi í þessum leik en virkaði eðlilega nokkuð ryðgaður eftir meiðsli. Reyndar fannst mér Haukur fá á köflum full harkalega meðferð frá varnarmönnum Framara.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn var köflóttur hjá báðum liðum. Fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks voru reyndar afleitar sóknarlega hjá Selfyssingum, sem skoruðu aðeins fjögur mörk. Það hlýtur að teljast til stórtíðinda en auðvitað fær varnarleikur Fram og markvarslan einnig hrós fyrir sinn þátt í þessu sóknarveseni Selfoss.Hvað gerist næst? Fram fær nokkrar klukkustundir til að jafna sig fyrir úrslitaleikinn gegn ÍBV og þar munu Framarar væntanlega gefa ofurliði Eyjamanna góðan leik. Það er jákvætt fyrir Fram að eiga stórskyttuna Arnar Birki Hálfdánsson inni sóknarlega en það verður vörn Fram og markvarsla sem sker út um möguleika þeirra á morgun. Selfoss mætir FH í stórleik í Olísdeildinni og getur með sigri nánast tryggt sér deildameistaratitilinn.Andri Þór Helgason.Vísir/AntonAndri: Ég var helvíti kaldur „Pumpan var bara óvenju slök. Ég var helvíti kaldur en það fer bara ekkert í gegnum hausinn á manni þegar maður er að taka svona víti,“ sagði Andri Þór Helgason sem tryggði Fram sæti í bikarúrslitunum með því að skora úr síðasta víti liðsins í vítakeppni gegn Selfossi. „Það er bara best að vera með kaldan haus og ég var ekki búinn að eiga góðan leik og er bara feginn að hafa getað klárað þetta,“ bætti Andri við. „Við vorum ákveðnir í því að mæta tilbúnir til leiks og gera okkar besta. Við gerðum það. Deildin hefur frekar slök hjá okkur í vetur, þannig að bikarinn er svona gulrót sem við eltumst við. Nú ætlum við bara að klára þetta dæmi.“ Það er ekki löng hvíld framundan en úrslitaleikurinn fer fram klukkan fjögur á morgun. „Nú er það bara kalt bað og nudd framundan. Ég næ nú ekki að fara að sofa snemma eftir svona leik en við mætum klárir á morgun og þreyta verður ekki neitt vandamál hjá okkur,“ sagði örþreyttur Andri að lokum.Patrekur Jóhannessonvísir/vilhelmPatrekur: Þú mátt bara greina dómgæsluna í þessu leik Patrekur Jóhannesson mátti horfa á sína menn í Selfossi tapa gegn Fram í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ og þessi mikli keppnismaður var auðvitað svekktur eftir leik. „Það breytist ekki að það er hundfúlt að tapa. Ef maður fer að sætta sig við tap, á maður bara að hætta í þessu. Við erum í fínni stöðu eftir fyrri hálfleik í stöðunni 15-12 en naum svo ekki neinu floti í seinni hálfleik. Fram spilaði þá vörn sem við áttum von á og við höfum nú leyst svona vörn mjög vel í vetur. Við komumst aftur inn í leikinn með 3-3 vörninni okkar en síðan er þetta bara stöngin út, stöngin inn.“ Atli Ævar Ingólfsson þarf að dekka ansi stórt svæði varnarlega í þessari 3-3 vörn og lenti í vandræðum með Valdimar Sigurðsson á línunni. Kom til greina að breyta aftur um vörn? „Það er svo auðvelt að vera fyrir utan og horfa á þetta og velta fyrir sér „ef og hefði“. Atli Ævar hefur spilað þetta margoft áður í vetur og ég stend bara með mínum ákvörðunum. Hvort að Atli hafi tapað einhverjum einvígum, skiptir ekki öllu máli. “ Það var áberandi að Selfyssingar voru ekki sáttir við dómgæsluna í kvöld. Eitthvað sem Patrekur vill tjá sig um það? „Nei nei, þú bara greinir það. Þú ferð bara í smá rannsóknarvinnu og sérð hvort að þetta hafi verið einhver vitleysa,“ sagði Patrekur að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti