Umfjöllun: ÍR - FH 24-24 | Jafntefli í Austurberginu Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 1. mars 2018 22:00 Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður FH. vísir/anton ÍR og FH skyldu jöfn í hörkuleik í Breiðholtinu í kvöld, 24-24. FH leiddi mest allan leikinn, staðan í hálfleik 10-11 Fyrsta stundarfjórðunginn spilaði ÍR betur en náðu aldrei meira en eins marks forystu, FH snéri leiknum síðan við og fór að leiða leikinn. Heimamenn voru grimmir og misstu gestina úr Hafnarfirðinum aldrei langt frá sér en staðan í hálfleik 10-11 FH í vil. Síðari hálfleikurinn var hörku spennandi frá a-ö, liðin skiptust á að skora, FH hélt áfram að stýra lestinni og ÍR aldrei langt undan. Á 43’ mínútu náði FH þriggja marka forystu í fyrsta sinn í leiknum og var við því búist að þeir væru að taka yfir leikinn. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, tók þá leikhlé og ÍR komst aftur inní leikinn og það var allt í járnum síðustu 10 mínúturnar. Baráttan í ÍR liðinu frábær í kvöld, gáfust ekki upp, voru tveimur mörkum undir þegar 5 mínútur voru til leiksloka en náðu að komast marki yfir á 58’ mínútu 24-23, FH fljótir að svara fyrir sig og loka tölur 24-24. Bæði lið fengu tækifæri á að skora í loka sókn sinni á síðustu mínútunni en mistókst það. Jafntefli niðurstaðan og sanngjörn úrslit í kvöld. Af hverju var jafntefliHörkuleikur frá báðum liðum, ÍR sýndi frábæran karakter og baráttu í kvöld, þrátt fyrir að lenda þremur mörkum undir í síðari hálfleik gegn efsta liði deildarinnar þá gáfust þeir ekki upp og höfðu 100% trú á því að þeir gætu unnið. FH ekki eins sáttir við jafnteflið í kvöld, höfðu yfirhöndina mest allan leikinn en náðu aldrei almennilegri forystu. Jafntefli sanngjarnt. Hverjir stóðu upp úr Í liði heimamanna voru margir sem áttu flottan leik, Grétar Ari átti góðan leik í markinu, varði hátt í 20 bolta og oft á mjög mikilvægum stundum í leiknum. Sveinn Andri Sveinsson var frábær, stjórnaði sókninni, stoðsendingar og skoraði 4 góð mörk, en markahæstur í liði ÍR var Jón Kristinn Björgvinsson með 7 mörk. Hjá FH var það Óðinn Þór Ríkarðsson að vanda atkvæðamestur, 9 mörk frá honum í dag. Ísak, Einar Rafn og Ásbjörn spiluðu sinn leik en enginn sem stóð beint upp úr í dag. Hvað gekk illaFH gekk illa að slíta ÍR frá sér, gleymdu sér í vörninni og þar af leiðandi var markvarslan ekki að detta með þeim. Ágúst Elí í markinu í dag með 7 bolta varða. Hvað er framundan Framundan er smá hlé, bikarúrslita helgin 9-10 mars en loka umferðir Olís deildarinnar hefjast 14. mars, ÍR fer þá til Vestmannaeyja þar sem þeir mæta ÍBV, frestaður leikur. FH á risa leik næst, þá mætast toppliðin, FH og Selfoss í kaplakrika. Olís-deild karla
ÍR og FH skyldu jöfn í hörkuleik í Breiðholtinu í kvöld, 24-24. FH leiddi mest allan leikinn, staðan í hálfleik 10-11 Fyrsta stundarfjórðunginn spilaði ÍR betur en náðu aldrei meira en eins marks forystu, FH snéri leiknum síðan við og fór að leiða leikinn. Heimamenn voru grimmir og misstu gestina úr Hafnarfirðinum aldrei langt frá sér en staðan í hálfleik 10-11 FH í vil. Síðari hálfleikurinn var hörku spennandi frá a-ö, liðin skiptust á að skora, FH hélt áfram að stýra lestinni og ÍR aldrei langt undan. Á 43’ mínútu náði FH þriggja marka forystu í fyrsta sinn í leiknum og var við því búist að þeir væru að taka yfir leikinn. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, tók þá leikhlé og ÍR komst aftur inní leikinn og það var allt í járnum síðustu 10 mínúturnar. Baráttan í ÍR liðinu frábær í kvöld, gáfust ekki upp, voru tveimur mörkum undir þegar 5 mínútur voru til leiksloka en náðu að komast marki yfir á 58’ mínútu 24-23, FH fljótir að svara fyrir sig og loka tölur 24-24. Bæði lið fengu tækifæri á að skora í loka sókn sinni á síðustu mínútunni en mistókst það. Jafntefli niðurstaðan og sanngjörn úrslit í kvöld. Af hverju var jafntefliHörkuleikur frá báðum liðum, ÍR sýndi frábæran karakter og baráttu í kvöld, þrátt fyrir að lenda þremur mörkum undir í síðari hálfleik gegn efsta liði deildarinnar þá gáfust þeir ekki upp og höfðu 100% trú á því að þeir gætu unnið. FH ekki eins sáttir við jafnteflið í kvöld, höfðu yfirhöndina mest allan leikinn en náðu aldrei almennilegri forystu. Jafntefli sanngjarnt. Hverjir stóðu upp úr Í liði heimamanna voru margir sem áttu flottan leik, Grétar Ari átti góðan leik í markinu, varði hátt í 20 bolta og oft á mjög mikilvægum stundum í leiknum. Sveinn Andri Sveinsson var frábær, stjórnaði sókninni, stoðsendingar og skoraði 4 góð mörk, en markahæstur í liði ÍR var Jón Kristinn Björgvinsson með 7 mörk. Hjá FH var það Óðinn Þór Ríkarðsson að vanda atkvæðamestur, 9 mörk frá honum í dag. Ísak, Einar Rafn og Ásbjörn spiluðu sinn leik en enginn sem stóð beint upp úr í dag. Hvað gekk illaFH gekk illa að slíta ÍR frá sér, gleymdu sér í vörninni og þar af leiðandi var markvarslan ekki að detta með þeim. Ágúst Elí í markinu í dag með 7 bolta varða. Hvað er framundan Framundan er smá hlé, bikarúrslita helgin 9-10 mars en loka umferðir Olís deildarinnar hefjast 14. mars, ÍR fer þá til Vestmannaeyja þar sem þeir mæta ÍBV, frestaður leikur. FH á risa leik næst, þá mætast toppliðin, FH og Selfoss í kaplakrika.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti