Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2018 21:45 Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar í Árnessýslu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. Oddviti Bláskógabyggðar segir að ráðamenn ættu fremur að einbeita sér að því að byggja upp innviði samfélagsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Miðhálendið nær yfir 40% af flatarmáli landsins en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu efst á blaði í kafla um umhverfismál. Ekki er víst að auðvelt verði að ná þessu í gegn því veruleg tortryggni er meðal sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni. „Já, það er það. Og ég held að það sé í rauninni hérna á öllu Suðurlandi, og sérstaklega í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að hálendinu,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Ég held að menn ættu að einbeita sér að öðrum verkum áður en menn fara í þessa vinnu; bara að byggja upp innviði hérna í samfélaginu og þjóðfélaginu,” segir oddvitinn.Hér má sjá sveitarfélögin sem í dag hafa stjórnsýsluvald yfir miðhálendinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Alls hefur tuttugu og eitt sveitarfélag stjórnsýsluvald á miðhálendinu en Helgi segist ekki hafa heyrt í neinum sem sé fylgjandi þessu. -En heldurðu að þessi tortryggni sé víðar um land? „Já, hún er það, alveg klárlega. Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarfólki í Rangárvallasýslu og fyrir norðan líka. Menn eru allavega á tánum.” Áhyggjur lúta að því að stofnun miðhálendisþjóðgarðs þýði meiriháttar valdatilfærslu úr héruðum á landsbyggðinni til stofnana og ráðuneyta í Reykjavík. „Taka kannski eitthvert vald, skipulagsvald eða stjórnsýslurétt á þessu svæði,” segir Helgi. -Flytja valdið suður með þessu? Óttast menn það? „Já, það er svolítið nefnt hérna, í þessu samfélagi hér allavega. Sagan segir það líka einhvern veginn, þetta svona tosast allt inn að miðju einhvern veginn allt saman,” svarar oddvitinn. Þá óttast menn að missa ákvörðunarvald yfir nýtingu hálendisins. „Þennan óbeina eignarétt sem menn hafa haft um þetta svæði, bæði varðandi beit og veiðirétt og hitt og þetta. Menn óttast svolítið að missa það.” Oddvitinn spyr um tilganginn. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni. Ég held að þetta hafi bara gengið ágætlega. Við erum búin að sjá um þetta í aldir og bara gengið vel. Og hálendið lítur vel út. Er ekki bara ágætt að það sé hérna hjá okkur áfram,” segir oddviti Bláskógabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Reykjavík Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. Oddviti Bláskógabyggðar segir að ráðamenn ættu fremur að einbeita sér að því að byggja upp innviði samfélagsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Miðhálendið nær yfir 40% af flatarmáli landsins en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu efst á blaði í kafla um umhverfismál. Ekki er víst að auðvelt verði að ná þessu í gegn því veruleg tortryggni er meðal sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni. „Já, það er það. Og ég held að það sé í rauninni hérna á öllu Suðurlandi, og sérstaklega í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að hálendinu,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Ég held að menn ættu að einbeita sér að öðrum verkum áður en menn fara í þessa vinnu; bara að byggja upp innviði hérna í samfélaginu og þjóðfélaginu,” segir oddvitinn.Hér má sjá sveitarfélögin sem í dag hafa stjórnsýsluvald yfir miðhálendinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Alls hefur tuttugu og eitt sveitarfélag stjórnsýsluvald á miðhálendinu en Helgi segist ekki hafa heyrt í neinum sem sé fylgjandi þessu. -En heldurðu að þessi tortryggni sé víðar um land? „Já, hún er það, alveg klárlega. Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarfólki í Rangárvallasýslu og fyrir norðan líka. Menn eru allavega á tánum.” Áhyggjur lúta að því að stofnun miðhálendisþjóðgarðs þýði meiriháttar valdatilfærslu úr héruðum á landsbyggðinni til stofnana og ráðuneyta í Reykjavík. „Taka kannski eitthvert vald, skipulagsvald eða stjórnsýslurétt á þessu svæði,” segir Helgi. -Flytja valdið suður með þessu? Óttast menn það? „Já, það er svolítið nefnt hérna, í þessu samfélagi hér allavega. Sagan segir það líka einhvern veginn, þetta svona tosast allt inn að miðju einhvern veginn allt saman,” svarar oddvitinn. Þá óttast menn að missa ákvörðunarvald yfir nýtingu hálendisins. „Þennan óbeina eignarétt sem menn hafa haft um þetta svæði, bæði varðandi beit og veiðirétt og hitt og þetta. Menn óttast svolítið að missa það.” Oddvitinn spyr um tilganginn. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni. Ég held að þetta hafi bara gengið ágætlega. Við erum búin að sjá um þetta í aldir og bara gengið vel. Og hálendið lítur vel út. Er ekki bara ágætt að það sé hérna hjá okkur áfram,” segir oddviti Bláskógabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Reykjavík Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira
Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45