Einræðisríkið einmana kemur út úr skelinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. mars 2018 20:00 „Kim Jong-Un, formaður Verkamannaflokks Kóreu og formaður utanríkismálanefndar Alþýðulýðveldis Kóreu fór í óopinbera heimsókn til Kína frá 25 til 28 mars,“ sagði Ri Chun-hee, sem gjarnan er kölluð bleika konan, á sinn sérstæða máta í ríkisfréttatíma Norður Kóreu eftir að opinberað var um fund leiðtogans og Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem Kim Jong Un, leiðtogi einræðisríkisins einmana fer út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína. Xi-Jingping hafði eftir leiðtoganum að hann telji horfurnar á Kóreuskaga mun betri en áður og að friðarumleitanir geti skilað árangri að þessu sinni. Þá sé hann tilbúinn til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga en kjarnorkuáætlun Norður Kóreu hefur verið ein helsta ástæða ástæða þess að önnur ríki hafa beitt Norður Kóreu þvingunaraðgerðum."Konan í bleiku" tilkynnti Norður Kóreubúum um að leiðtoginn hefði í fyrsta sinn yfirgefið landið frá því að hann tók við árið 2011.Mynd/SkjáskotEnnfremur segist leiðtoginn tilbúinn í viðræður við Bandaríkin á þeim forsendum að friðarumleitanir einkennist af frið og trausti. Hann hlakki til að funda með Bandaríkjaforseta en sá fundir gæti hugsanlega farið fram í Maí. Í apríl stendur til að hann fundi með Moon Jae-In., forseta Suður-Kóreu. Líklegt þykir að hann hafi sótt fund Kínaforseta til að leitast eftir stuðningi fyrir komandi friðarumleitanir enda gott að hafa hauk í horni líkt og Suður Kórea hefur í bandamönnum sínum í Washington. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þá á Twitter í dag að hann hefði fengið skilaboð frá Kínaforseta eftir fundinn og að hann fagni áfanganum. Hann hlakki einnig til fundarins með Kim en þangað til að árangur næst í samningaviðræðum þurfi þvingunarúrræði, því miður, að vera enn til staðar.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fagnar áfanganum.Vísir/skjáskotÞað vakti mikla athygli þegar skilaboð komu frá leiðtoga Norður Kóreu um að hann hefði áhuga á friðarumleitunum. Þíða í samskiptum Norður og Suður Kóreu hófst á Ólympíuleikunum í Peongcheng í Suður Kóreu fyrr á árinu. Ólympíukeppendur ríkjanna beggja kepptu meðal annars undir sameiningarfána Kóreu auk þess sem systir leiðtogans, Kim Yo-Jong, sendi nágrönnunum í suðri vingjarnleg skilaboð fyrir hönd bróður síns. Hingað til hefur Kim Jong-Un treyst á einangrun ríkisins og kjarnorkuvopnaáætlunina til að halda andstæðingum í hæfilegri fjarlægð og hefur reynt að forðast mistök annarra sem haf verið í álíka stöðu. Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Írak var til að mynda steypt af stóli vegna þess að Bandaríkin töldu hann halda gereyðingarvopn. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, samþykkti þá að hætta við kjarnorkuáætlun sína en var fyrir vikið steypt af stóli af uppreisnarmönnum studdum af Bandaríkjunum. Kim fjölskyldan hefur fram að þessu forðast sömu mistök og talið að fjandsamleg utanríkisstefna og ógnandi tilburðir tryggi þeim áframhaldandi tangarhald á ríki sínu. Því vakti það furðu og athygli að leiðtoginn skyldi mýkjast svo gagnvart óvinveittum ríkjum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Sjá meira
„Kim Jong-Un, formaður Verkamannaflokks Kóreu og formaður utanríkismálanefndar Alþýðulýðveldis Kóreu fór í óopinbera heimsókn til Kína frá 25 til 28 mars,“ sagði Ri Chun-hee, sem gjarnan er kölluð bleika konan, á sinn sérstæða máta í ríkisfréttatíma Norður Kóreu eftir að opinberað var um fund leiðtogans og Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem Kim Jong Un, leiðtogi einræðisríkisins einmana fer út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína. Xi-Jingping hafði eftir leiðtoganum að hann telji horfurnar á Kóreuskaga mun betri en áður og að friðarumleitanir geti skilað árangri að þessu sinni. Þá sé hann tilbúinn til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga en kjarnorkuáætlun Norður Kóreu hefur verið ein helsta ástæða ástæða þess að önnur ríki hafa beitt Norður Kóreu þvingunaraðgerðum."Konan í bleiku" tilkynnti Norður Kóreubúum um að leiðtoginn hefði í fyrsta sinn yfirgefið landið frá því að hann tók við árið 2011.Mynd/SkjáskotEnnfremur segist leiðtoginn tilbúinn í viðræður við Bandaríkin á þeim forsendum að friðarumleitanir einkennist af frið og trausti. Hann hlakki til að funda með Bandaríkjaforseta en sá fundir gæti hugsanlega farið fram í Maí. Í apríl stendur til að hann fundi með Moon Jae-In., forseta Suður-Kóreu. Líklegt þykir að hann hafi sótt fund Kínaforseta til að leitast eftir stuðningi fyrir komandi friðarumleitanir enda gott að hafa hauk í horni líkt og Suður Kórea hefur í bandamönnum sínum í Washington. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þá á Twitter í dag að hann hefði fengið skilaboð frá Kínaforseta eftir fundinn og að hann fagni áfanganum. Hann hlakki einnig til fundarins með Kim en þangað til að árangur næst í samningaviðræðum þurfi þvingunarúrræði, því miður, að vera enn til staðar.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fagnar áfanganum.Vísir/skjáskotÞað vakti mikla athygli þegar skilaboð komu frá leiðtoga Norður Kóreu um að hann hefði áhuga á friðarumleitunum. Þíða í samskiptum Norður og Suður Kóreu hófst á Ólympíuleikunum í Peongcheng í Suður Kóreu fyrr á árinu. Ólympíukeppendur ríkjanna beggja kepptu meðal annars undir sameiningarfána Kóreu auk þess sem systir leiðtogans, Kim Yo-Jong, sendi nágrönnunum í suðri vingjarnleg skilaboð fyrir hönd bróður síns. Hingað til hefur Kim Jong-Un treyst á einangrun ríkisins og kjarnorkuvopnaáætlunina til að halda andstæðingum í hæfilegri fjarlægð og hefur reynt að forðast mistök annarra sem haf verið í álíka stöðu. Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Írak var til að mynda steypt af stóli vegna þess að Bandaríkin töldu hann halda gereyðingarvopn. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, samþykkti þá að hætta við kjarnorkuáætlun sína en var fyrir vikið steypt af stóli af uppreisnarmönnum studdum af Bandaríkjunum. Kim fjölskyldan hefur fram að þessu forðast sömu mistök og talið að fjandsamleg utanríkisstefna og ógnandi tilburðir tryggi þeim áframhaldandi tangarhald á ríki sínu. Því vakti það furðu og athygli að leiðtoginn skyldi mýkjast svo gagnvart óvinveittum ríkjum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Sjá meira