Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2018 12:45 Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, segist vonast til þess að Rússar taki skilaboð vestrænna ríkja til sín og breyti hegðun sinni. Skjáskot/Stöð 2 Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að bresk stjórnvöld geri sér grein fyrir því að takmörk séu fyrir því hvað Ísland getur gert til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegan eiturvopnaárásar í Bretlandi. Ísland er eina norræna ríkið sem vísar rússneskum erindrekum ekki úr landi. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær um þátttöku Íslands í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna árásar á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury í Bretlandi fyrr í þessum mánuði. Þau komust í snertingu við taugaeitur og telja bresk stjórnvöld yfirgnæfandi líkur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki tilræðinu. Ísland er þó eina norræna ríkið sem kýs að visa rússneskum erindrekum ekki úr landi. Vísa íslenskir ráðamenn til smæðar landsins. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu Vísi í dag að ef Rússar svöruðu í sömu mynt yrði fámennt sendiráð Íslands í Rússlandi óstarfhæft.Skrópið á HM sýnir hversu alvarlega Íslendingar taka aðgerðirnar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis lýsir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, skilningi á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gengið lengra. „Við kunnum vel að meta hversu staðráðin íslensk stjórnvöld eru í að taka þátt í alþjóðlegri samstöðu og senda rússneskum stjórnvöldum ótvíræð skilaboð,” segir Nevin. Hann telur að ákvörðunin um að íslenskir ráðamenn mæti ekki á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar þar sem Íslands tekur þátt í fyrsta skipti sé til marks um hversu alvarlega íslensk stjórnvöld taki málið. „Í ljósi þess að Ísland hefur í fyrsta sinn í sögunni unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu vegur sú ákvörðun í raun þungt að engir opinberir fulltrúar íslenskra stjórnvalda mæti til Rússlands í sumar. Ákvörðunin endurspeglar hversu mikla áherslu Ísland leggur á mikilvægi þess að viðhalda alþjóðarétti og að verja lýðræðissamfélög heimsins. Svona líta bresk stjórnvöld á viðbrögð Íslands og við vonum að Rússar taki skilaboðin til sín og skilji þörfina á að breyta hegðun sinni,” segir Nevin. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi. 27. mars 2018 12:15 Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að bresk stjórnvöld geri sér grein fyrir því að takmörk séu fyrir því hvað Ísland getur gert til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegan eiturvopnaárásar í Bretlandi. Ísland er eina norræna ríkið sem vísar rússneskum erindrekum ekki úr landi. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær um þátttöku Íslands í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna árásar á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury í Bretlandi fyrr í þessum mánuði. Þau komust í snertingu við taugaeitur og telja bresk stjórnvöld yfirgnæfandi líkur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki tilræðinu. Ísland er þó eina norræna ríkið sem kýs að visa rússneskum erindrekum ekki úr landi. Vísa íslenskir ráðamenn til smæðar landsins. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu Vísi í dag að ef Rússar svöruðu í sömu mynt yrði fámennt sendiráð Íslands í Rússlandi óstarfhæft.Skrópið á HM sýnir hversu alvarlega Íslendingar taka aðgerðirnar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis lýsir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, skilningi á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gengið lengra. „Við kunnum vel að meta hversu staðráðin íslensk stjórnvöld eru í að taka þátt í alþjóðlegri samstöðu og senda rússneskum stjórnvöldum ótvíræð skilaboð,” segir Nevin. Hann telur að ákvörðunin um að íslenskir ráðamenn mæti ekki á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar þar sem Íslands tekur þátt í fyrsta skipti sé til marks um hversu alvarlega íslensk stjórnvöld taki málið. „Í ljósi þess að Ísland hefur í fyrsta sinn í sögunni unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu vegur sú ákvörðun í raun þungt að engir opinberir fulltrúar íslenskra stjórnvalda mæti til Rússlands í sumar. Ákvörðunin endurspeglar hversu mikla áherslu Ísland leggur á mikilvægi þess að viðhalda alþjóðarétti og að verja lýðræðissamfélög heimsins. Svona líta bresk stjórnvöld á viðbrögð Íslands og við vonum að Rússar taki skilaboðin til sín og skilji þörfina á að breyta hegðun sinni,” segir Nevin.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi. 27. mars 2018 12:15 Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi. 27. mars 2018 12:15
Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54
„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45
Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15