Enski boltinn

Hazard: Ómögulegt að vera borinn saman við Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Snillingarnir tveir í baráttunni.
Snillingarnir tveir í baráttunni. vísir/getty
Eden Hazard, hinn frábæri leikmaður Chelsea og belgíska landsliðsins, segir að það sé ekki hægt að bera hann og argentíska snillinginn, Lionel Messi, saman. Þótt þeir líti svipað út á velli segir Belginn að það sé um of að bera þá saman.

Hazard hefur oft verið borinn saman við Lionel Messi enda má segja að þeir séu nokkuð svipaðir knattspyrnumenn; í smærri kantinum og með frábæra hæfileika þegar þeir hafa boltann.

Belgian var hrósað í hástert eftir síðasta tímabil er hann skoraði sextán mörk fyrir Chelsea en hann segir að það sé óraunhæft að bera hann og Messi saman.

„Það er ekki hægt að bera mig saman við Messi. Það er ómögulegt. Við erum litlir og fljótir en hann skorar í öllum leikjum,” sagði Hazard í samtali við fjölmiðla á æfingarsvæði Belgíu.

Hazard er nú með belgíska landsliðinu í æfingarbúðum en liðið undirbýr sig fyrir HM í sumar. Liðið mætir Sádi Arabíu í æfingarleik í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×