Innlent

Mældu gasstyrk í Kristalnum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Súrefnismæling gaf eðlilegar niðurstöður auk þess sem enga lykt var að finna á svæðinu eða í hellinum.
Súrefnismæling gaf eðlilegar niðurstöður auk þess sem enga lykt var að finna á svæðinu eða í hellinum. vísir/vilhelm
Lögreglan og slökkviliðið á Suðurlandi, í samvinnu við Veðurstofu Íslands, mældu í dag gasstyrk í Kristalnum, íshelli í Breiðamerkurjökli, vegna tilkynninga sem bárust í gær um gasmengun þar.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni sýndu mælingarnar ekki mælanlega styrk brennisteinsvetnis (H2S), brennisteinstvíoxíðs (SO2) og kolmonoxíðs (CO). Þá gaf súrefnismæling eðlilegar niðurstöður auk þess sem enga lykt var að finna á svæðinu eða í hellinum.

„Það verður því að ætla að gasmengunin, sem menn urðu varir við í gær, hafi verið tilfallandi og staðið stutt yfir, en orsök og uppruni hennar er óþekktur. Ekki er vitað um nýlegar jarðhræringar á upptakasvæði þess vatns sem kemur fram undan Breiðamerkurjökli. Gasmengunin í gær sýnir að gæta þarf ýtrustu varkárni þegar farið er um íshella hér á landi,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.


Tengdar fréttir

Flúðu íshelli vegna súrefnisleysis

Að undanförnu hefur hellirinn verið lokaður vegna veðurs og var verið að undirbúa hann fyrir komu ferðamanna þegar mælar greindu súrefnisleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×