Innlent

„Hún er bæði falleg og góð“

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Sambúð eldri borgara og háskólanema á þrítugsaldri í þjónustuíbúðum við Norðurbrún gengur afar vel að sögn íbúa. Eldri íbúar aðstoða háskólanemann við lærdóminn, en á móti kennir hún þeim Facebook-notkun og íþróttir.

Sagt var frá tilraunaverkefninu í kvöldfréttum í janúar, en háskólanema bauðst að leigja þjónustuíbúðir fyrir aldraða á tveimur stöðum í borginni. Hin 24 ára gamla Andrea Ósk flutti inn ííbúð við Norðurbrún um síðustu mánaðamót, en nágrannar hennar bera henni vel söguna.

„Mér finnst hún bara yndisleg að öllu leyti. Ég er mjög ánægð með hana, bæði falleg og góð,“ segir Ingibjörg Pétursdóttir, íbúi við Norðurbrún.

„Við erum að rannsaka hana svona til að byrja með. Við vildum t.d. vita í hvernig skóm hún var í morgun,“ segir Guðrún Jónsdóttir.

Litið var í heimsókn á Norðurbrún í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×