Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður rætt við eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrr á þessu ári. Þeir heita sex milljónum króna í fundarverðlaun fyrir búnaðinn. Þá verður fjallað um að að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu, hafi verið handtekinn í Þýskalandi í dag. Hann verður mögulega framseldur til Spánar.

Sömuleiðis verður fjallað um að dregið hafi úr hækkun íbúðaverðs á undanförnum mánuðum og rætt við hagfræðing sem telur ólíklegt að fasteignaverð muni lækka.

Þar að auki verður rætt við tvo rallýkappa sem hafa gert upp fjörutíu ára gamla Ford Escort bíla og ætla að keppa á þeim sumar, þrátt fyrir ótta við að lakkið muni rispast. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×