Innlent

Björgunarsveitarmenn komu vélarvana báti til Reykjavíkurhafnar

Frá Reykjavíkurhöfn. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar.
Frá Reykjavíkurhöfn. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar. Vísir/GVA
Smábátur liggur nú vélarvana rétt utan við innsiglinguna að Reykjavíkurhöfn. Tvö skip björgunarsveita eru á leið til aðstoðar en að sögn Landhelgisgæslunnar er engin hætta talin á ferðum. Tveir eru um borð í bátnum.

Tilkynning barst Gæslunni nú um hádegið. Samkvæmt upplýsingum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru björgunarsveitarmenn frá Reykjavík og Hafnarfirði á leið til aðstoðar.

Ekki var hægt að veita frekari upplýsingar um ástand bátsins eða bátsverja að svo stöddu.

Uppfært 13:19 Báturinn hefur verið dreginn til hafnar vandræðalaust, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×