Fótbolti

Bale: Væri betri tilfinning að vinna með landsliðinu

Dagur Lárusson skrifar
Gareth Bale með Wales í vikunni.
Gareth Bale með Wales í vikunni. vísir/getty
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, segir að það væri betri tilfinning að vinna bikar með landsliði sínu Wales heldur en að vinna hvaða bikar sem er með félagsliði.

Bale er stórstjarna Wales og var lykilmaður í góðu gengi liðsins á EM 2016 en hann skoraði einnig þrennu í vinnuáttuleik í vikunni gegn Kína.

„Það er alltaf frábært að vinna bikar, en það að vinna bikar með landsliði sínu er líklega það besta sem þú getur gert sem fótboltamaður, það er yrði sérstök tilfinning,“ sagði Bale.

„Það væri frábær árangur ef okkur tækist að vinna eitthvað. Þú finnur fyrir því innra með þér hversu mikið þig langar til þess að gera alla þína þjóð stolta.“

„Sama hvort það sé á æfingamóti eða á stórmóti eins og EM og HM þá er það alltaf mikilvægt fyrir mér að vinna bikar.“

Gareth Bale og félagar verða hinsvegar ekki með á HM í sumar en næsta stórmót sem Wales á möguleika á að komast á er EM 2020.


Tengdar fréttir

Giggs: Bale ætti að hunsa United

Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, segir að Gareth Bale eigi að hunsa áhuga frá Manchester United í sumar og vera áfram í herbúðum Real Madrid.

Kínverjar elska „apakonunginn“ Bale

Velska landsliðið er þessar mundir í Kína þar sem liðið tekur þátt í Kínamótinu, æfingamóti með Kína, Úrúgvæ og Tékklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×