Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2018 18:30 Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. „Vandinn hefur verið mannekla og við höfum verið að klást við hana. Við höfum náð góðum árangri í vetur. Nú er sá tími liðinn að við séum í árlegu mannekluátaki, nú verður þetta viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og að byggt sé á tillögum sem unnar eru í samstarfi við Félag leikskólakennara og starfsfólk, með það að markmiði að bæta aðbúnað barna og vinnuskilyrði starfsfólks. „Við sjáum að þessi sókn í leikskólamálum þýðir að við þurfum að fjölga starfsfólki um 30-40 á ári, við viljum styðja við að fleiri fari í leikskólanámið og að þetta verði eftirsóttir starfsstaðir.“ Dagur er bjartsýnn á að hægt verði að manna nýjar deildir og leikskóla en um er að ræða 750-800 ný leikskólapláss. „Okkur hefur tekist að fjölga um 120 starfsmenn á síðustu sex mánuðum. Við þurfum að fjölga um rúmlega 170 á næstu 4-6 árum og ég tel það vel viðráðanlegt verkefni,“ segir Dagur.Snýst ekki um kosningar En af hverju var ekki ráðist í þessar aðgerðir fyrr? Er þetta kannski stóra kosningaloforðið?„Þetta er mjög mikilvægt mál og ég vonast til að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga munu allir flokkar skuldbinda sig til að fylgja þessum áætlunum eftir. En ástæðan fyrir að þetta kemur núna en ekki í haust er að þá vorum við í miðjum mannekluaðgerðum og við vildum sjá fram úr því áður en við treystum okkur til að stíga næstu skref varðandi uppbygginguna,“ segir Dagur og minnir á að undirbúningur tillagnanna hafi staðið yfir síðastliðið ár. „Þetta er sá tími sem það tók að undirbúa þetta vel en núna er þetta loksins komið.“ Tengdar fréttir Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. „Vandinn hefur verið mannekla og við höfum verið að klást við hana. Við höfum náð góðum árangri í vetur. Nú er sá tími liðinn að við séum í árlegu mannekluátaki, nú verður þetta viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og að byggt sé á tillögum sem unnar eru í samstarfi við Félag leikskólakennara og starfsfólk, með það að markmiði að bæta aðbúnað barna og vinnuskilyrði starfsfólks. „Við sjáum að þessi sókn í leikskólamálum þýðir að við þurfum að fjölga starfsfólki um 30-40 á ári, við viljum styðja við að fleiri fari í leikskólanámið og að þetta verði eftirsóttir starfsstaðir.“ Dagur er bjartsýnn á að hægt verði að manna nýjar deildir og leikskóla en um er að ræða 750-800 ný leikskólapláss. „Okkur hefur tekist að fjölga um 120 starfsmenn á síðustu sex mánuðum. Við þurfum að fjölga um rúmlega 170 á næstu 4-6 árum og ég tel það vel viðráðanlegt verkefni,“ segir Dagur.Snýst ekki um kosningar En af hverju var ekki ráðist í þessar aðgerðir fyrr? Er þetta kannski stóra kosningaloforðið?„Þetta er mjög mikilvægt mál og ég vonast til að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga munu allir flokkar skuldbinda sig til að fylgja þessum áætlunum eftir. En ástæðan fyrir að þetta kemur núna en ekki í haust er að þá vorum við í miðjum mannekluaðgerðum og við vildum sjá fram úr því áður en við treystum okkur til að stíga næstu skref varðandi uppbygginguna,“ segir Dagur og minnir á að undirbúningur tillagnanna hafi staðið yfir síðastliðið ár. „Þetta er sá tími sem það tók að undirbúa þetta vel en núna er þetta loksins komið.“
Tengdar fréttir Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11