Trump og Biden deila um hver myndi lemja hvern Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2018 11:22 Donald Trump og Joe Biden. Vísir/Getty Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti, virðast nú metast um það hvor þeirra myndi vinna slagsmál þeirra á milli. Biden sagði á þriðjudaginn að hann myndi berja Trump „í klessu“ ef þeir væru í menntaskóla, vegna ummæla forsetans um konur. Trump svaraði Biden á Twitter í morgun og sagði að hann myndi berja Biden og að Biden myndi gráta allan tímann ef þeir færu í slag. Trump sagði Biden vera að reyna að haga sér eins og nagli en í raun væri hann aumur maður, líkamlega og andlega. „Þrátt fyrir það hótar hann mér, í annað sinn, með líkamlegu ofbeldi. Hann þekkir mig ekki, en hann myndi fara hratt í jörðina, grátandi allan tímann. Ekki hóta fólki Joe!“ skrifaði Trump.Crazy Joe Biden is trying to act like a tough guy. Actually, he is weak, both mentally and physically, and yet he threatens me, for the second time, with physical assault. He doesn't know me, but he would go down fast and hard, crying all the way. Don't threaten people Joe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2018 Biden var staddur í Háskóla Miami á þriðjudaginn þar sem hann tók þátt í samkomu vegna „It‘s On Us“ átaksins sem snýr að því að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi í háskólum. Þar ræddi Biden ummæli sem Trump hefur látið falla um konur og þá sérstaklega um „Access Hollywood“ myndbandið fræga þar sem Trump, árið 2005, stærði sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum„Þeir spurðu mig hvort ég vildi taka þátt í rökræðum við þennan herramann og ég sagði nei,“ sagði Biden á þriðjudaginn. „Ef við hefðum verið í menntaskóla hefði ég farið með hann á bak við íþróttahús og lamið hann í klessu.“Biden gaf einni lítið fyrir afsökun Trump um að um „búningsklefa-tal“ hefði verið að ræða. „Ég hef verið í mörgum búningsklefum allt mitt líf. Ég er frekar góður íþróttamaður. Hver sem talaði svona var yfirleitt feitasti, ljótasti tíkarsonurinn í klefanum.“ Þetta er svipað og það sem Biden sagði í kosningabaráttunni 2016 þar sem hann tók þátt í kosningafundi Hillary Clinton.Sjá einnig: Trump „myndi elska“ að slást við Biden Trump rifjaði þau ummæli upp nýverið þar sem hann var staddur á kvöldverði í Washington DC. „Munið þið þegar hann sagði: Ég ætla að fara með þig á bak við hlöðu? Treystið mér, ég myndi lemja hann í klessu. Hann yrði auðveldur,“ sagði Trump í byrjun mánaðarins. „Heldur maður sem lætur frá sér svo svívirðilegar yfirlýsingar, virkilega að hann geti orðið forseti?“ Biden þótti líklegur til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir síðustu forsetakosningar og hefur hann sömuleiðis haldið þeim möguleika opnum að bjóða sig fram gegn Trump í kosningunum 2020. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti, virðast nú metast um það hvor þeirra myndi vinna slagsmál þeirra á milli. Biden sagði á þriðjudaginn að hann myndi berja Trump „í klessu“ ef þeir væru í menntaskóla, vegna ummæla forsetans um konur. Trump svaraði Biden á Twitter í morgun og sagði að hann myndi berja Biden og að Biden myndi gráta allan tímann ef þeir færu í slag. Trump sagði Biden vera að reyna að haga sér eins og nagli en í raun væri hann aumur maður, líkamlega og andlega. „Þrátt fyrir það hótar hann mér, í annað sinn, með líkamlegu ofbeldi. Hann þekkir mig ekki, en hann myndi fara hratt í jörðina, grátandi allan tímann. Ekki hóta fólki Joe!“ skrifaði Trump.Crazy Joe Biden is trying to act like a tough guy. Actually, he is weak, both mentally and physically, and yet he threatens me, for the second time, with physical assault. He doesn't know me, but he would go down fast and hard, crying all the way. Don't threaten people Joe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2018 Biden var staddur í Háskóla Miami á þriðjudaginn þar sem hann tók þátt í samkomu vegna „It‘s On Us“ átaksins sem snýr að því að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi í háskólum. Þar ræddi Biden ummæli sem Trump hefur látið falla um konur og þá sérstaklega um „Access Hollywood“ myndbandið fræga þar sem Trump, árið 2005, stærði sig af því að geta „gripið í píkur“ kvenna í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum„Þeir spurðu mig hvort ég vildi taka þátt í rökræðum við þennan herramann og ég sagði nei,“ sagði Biden á þriðjudaginn. „Ef við hefðum verið í menntaskóla hefði ég farið með hann á bak við íþróttahús og lamið hann í klessu.“Biden gaf einni lítið fyrir afsökun Trump um að um „búningsklefa-tal“ hefði verið að ræða. „Ég hef verið í mörgum búningsklefum allt mitt líf. Ég er frekar góður íþróttamaður. Hver sem talaði svona var yfirleitt feitasti, ljótasti tíkarsonurinn í klefanum.“ Þetta er svipað og það sem Biden sagði í kosningabaráttunni 2016 þar sem hann tók þátt í kosningafundi Hillary Clinton.Sjá einnig: Trump „myndi elska“ að slást við Biden Trump rifjaði þau ummæli upp nýverið þar sem hann var staddur á kvöldverði í Washington DC. „Munið þið þegar hann sagði: Ég ætla að fara með þig á bak við hlöðu? Treystið mér, ég myndi lemja hann í klessu. Hann yrði auðveldur,“ sagði Trump í byrjun mánaðarins. „Heldur maður sem lætur frá sér svo svívirðilegar yfirlýsingar, virkilega að hann geti orðið forseti?“ Biden þótti líklegur til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir síðustu forsetakosningar og hefur hann sömuleiðis haldið þeim möguleika opnum að bjóða sig fram gegn Trump í kosningunum 2020.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira