Erlent

Tugir indverskra verkamanna myrtir af ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölskylda eins manns í hópnum bregst við fregnunum.
Fjölskylda eins manns í hópnum bregst við fregnunum. Vísir/AFP
Yfirvöld í Indlandi hafa staðfest að 39 farandverkamenn sem handsamaðir voru af vígamönnum Íslamska ríkisins í Írak hafi verið myrtur. Mennirnir voru handsamaðir í skyndisókn ISIS árið 2014 og hafa Indverjar ávalt haldið í vonina um að þeir væru á lífi. Nú segir Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands, að lík mannanna hafi fundist í fjöldagröf nærri Mosul og hafa DNA-próf staðfest hverjir mennirnir eru.

Indverjar höfðu lagt mikið kapp í að fá mennina heim og eftir að Írakar tóku Mosul aftur hefur umfangsmikil leit átt sér stað. Síðast í fyrra sagði Swaraj að yfirvöld hefðu enga ástæðu til að telja að mennirnir væru dánir.



Najihal Abdul-Amir al-Shimari, yfirmaður nýrrar stofnunar Írak sem ætlað er að bera kennsl á fólk sem ISIS-liðar myrtu, ræddi við fjölmiðla og sagði að um hræðilegan glæp væri að ræða. Írakar hafa fundið fjölmargar fjöldagrafir sem ISIS-liðar skyldu eftir sig en hafa einungis skoðað fáar þeirra. Mikið fjármagn vantar til að ganga almennilega í verkið og bera kennsl á fólkið.



Sjá einig: Allt að 15 þúsund lík liggja í ómerktum fjöldagröfum



Á þeim tíma sem ISIS náði tökum á Mosul og stórum hluta Írak voru um tíu þúsund farandverkamenn frá Indlandi í Írak. Heimamenn bentu hermönnum á fjöldagröf mannanna 39.

40 menn voru handsamaðir og aðeins einn þeirra slapp. Hann hefur lengi haldið því fram að allir hinir væru látnir og að þeir hefðu verið skotnir fyrir framan hann. Sjálfur fékk hann skot í lærið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×