Fótbolti

Bayern rústaði Dortmund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessi mynd lýsir leiknum í dag ansi vel.
Þessi mynd lýsir leiknum í dag ansi vel. vísir/afp
Bayern München gerði sér lítið fyrir og burstaði erkióvinina í Dortmund, 6-0, í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fyrsta markið kom strax á fimmtu mínútu en Robert Lewandowski kom Bayern yfir. Níu mínútum síðar var staðan orðinn 2-0 er James Rodriguez skoraði. Thomas Muller kom svo Bayern í 3-0 á 23. mínútu.

Bæjarar voru ekki hættir. Robert Lewandowski skoraði annað mark sitt og fjórða mark Bayern á 44. mínútu en Franck Ribery skoraði fimmta mark Bayern í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

5-0 í hálfleik og eftirleikurinn því afar auðveldur. Lewandowski fullkomnaði svo þrennu sína á 87. mínútu og því komnir með níu fingur á titilinn.

Bayern er með 69 stig á toppnum en Schalke er í öðru sætinu með 52 stig. Átján stig eru eftir í pottinum og Bayern því bara stig til þess að tryggja sig titilinn.

Dortmund er í þriðja sætinu með 48 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×