Fótbolti

Kolbeinn á leið í myndatöku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn á Evrópumótinu í Frakklandi en það voru síðustu landsleikirnir sem hann spilaði.
Kolbeinn á Evrópumótinu í Frakklandi en það voru síðustu landsleikirnir sem hann spilaði. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins og Nantes, er á leið í mynadtöku vegna nárameiðsla en þetta staðfestir franskur blaðamaður.

Franski blaðamaðurinn, Grégory Jullian, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að hann væri meiddur og að sögn Claudio Ranieri, stjóra Nantes, væri hann á leið i myndatöku.

Að sögn 433.is eru meiðslin nú sögð í nára en Kolbeinn hefur barist við lang vinn meiðsli í hné. Hann var í íslenska landsliðshópnum sem mætti Mexíkó og Perú en kom ekki við sögu.

Sjá einnig:Kolbeinn óttaðist um ferilinn: Lærir að meta betur hlutina þegar að allt er tekið frá manni

Það ætti því að skýrast á næstu dögum hvort að Kolbeinn sé væntanlegur á völlinn bráðlega en það styttist í Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi í sumar.

Nantes mætir Saint-Etienne um helgina en Nantes hefur verið að spila vel á leiktíðinni. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar en Saint-Etinne er í því níunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×