Hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Sýrlandi hefðu „alvarlegar afleiðingar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2018 23:28 Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AFP Bandaríkjamenn íhuga nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, að því er fram kom á neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Rússar segja að hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna á svæðinu hefði „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér. Öryggisráðið fundaði í dag vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma í úthverfi Damaskus í Sýrlandi í fyrradag. Stjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur verið kennt um árásina sem banaði að minnsta kosti 40 manns. Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, sagði á fundi Öryggisráðsins í dag að efnavopnaárásin hefði verið „sviðsett.“ Þá sagði hann að hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Sýrlandi myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér. Nebenzia bauð einnig alþjóðlegu rannsóknarteymi að fljúga á vettvang í Sýrlandi strax á þriðjudag og kanna hvort um hefði verið að ræða efnavopnaárás. Rússar, auk bandamanna sinna í sýrlenska stjórnarhernum, hafa hingað til meinað rannsakendum að kanna aðstæður.Nikki Haley á neyðarfundi Öryggisráðsins í New York í dag.Vísir/AFPNikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Rússa á fundinum og sagði þá bera ábyrgð á dauða sýrlenskra barna. Hún kallaði Sýrlandsforseta auk þess „skrímsli“ og sagði Bandaríkjamenn nú íhuga hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, hvort sem Öryggisráðið beiti sér í málinu eða ekki. „Það er verið að halda fundi, það er verið að vega og meta mikilvægar ákvarðanir,“ sagði Haley. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn í dag að stjórn hans hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar í Douma. Þá útilokaði hann ekki hernaðaðgerðir í Sýrlandi, að því er segir í frétt Washington Post, og lofaði auk þess að taka ákvörðun um gagnaðgerðir innan 24 eða 48 klukkustunda. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Bandaríkjamenn íhuga nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, að því er fram kom á neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Rússar segja að hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna á svæðinu hefði „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér. Öryggisráðið fundaði í dag vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma í úthverfi Damaskus í Sýrlandi í fyrradag. Stjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur verið kennt um árásina sem banaði að minnsta kosti 40 manns. Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, sagði á fundi Öryggisráðsins í dag að efnavopnaárásin hefði verið „sviðsett.“ Þá sagði hann að hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Sýrlandi myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ í för með sér. Nebenzia bauð einnig alþjóðlegu rannsóknarteymi að fljúga á vettvang í Sýrlandi strax á þriðjudag og kanna hvort um hefði verið að ræða efnavopnaárás. Rússar, auk bandamanna sinna í sýrlenska stjórnarhernum, hafa hingað til meinað rannsakendum að kanna aðstæður.Nikki Haley á neyðarfundi Öryggisráðsins í New York í dag.Vísir/AFPNikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Rússa á fundinum og sagði þá bera ábyrgð á dauða sýrlenskra barna. Hún kallaði Sýrlandsforseta auk þess „skrímsli“ og sagði Bandaríkjamenn nú íhuga hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, hvort sem Öryggisráðið beiti sér í málinu eða ekki. „Það er verið að halda fundi, það er verið að vega og meta mikilvægar ákvarðanir,“ sagði Haley. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn í dag að stjórn hans hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar í Douma. Þá útilokaði hann ekki hernaðaðgerðir í Sýrlandi, að því er segir í frétt Washington Post, og lofaði auk þess að taka ákvörðun um gagnaðgerðir innan 24 eða 48 klukkustunda.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22