Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta.
Arnar Guðjónsson skrifaði í dag undir samning en hann tekur við Stjörnuliðinu af Hrafni Kristjánssyni. Arnar gerir þriggja ára samning.
Hrafn Kristjánsson þjálfaði Stjörnuliðið undanfarin fjögur ár en liðið féll út í átta liða úrslitunum á dögunum.
Arnar er 31 árs gamall, fæddur 17. júní 1986. Hann verður því einn yngsti þjálfari Domino´s deildarinnar.
Arnar Guðjónsson hefur verið aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins frá 2011, fyrst með Peter Öqvist og svo með Craig Pedersen.
Arnar tók við liði Svendborg Rabbits af Craig Pedersen en hann var áður líka aðstoðarþjálfari kandadíska þjálfarans hjá danska liðinu. Arnar þjálfaði einnig á sínum tíma Åbyhøj IF / BC Århus.
Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
