Segir umsagnarferlið til málamynda: „Umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2018 22:07 Framkvæmdir HS Orku í Eldvörpum eru hafnar. Ellert Grétarsson „Þetta er mosagróið hraun sem er fágætt á heimsvísu, sem þeir eru að slétta þarna út,“ segir Ellert Grétarsson sem í mörg ár hefur barist gegn framkvæmdum HS Orku í Eldvörpum. Hann hefur skrifað fjölda pistla um náttúruvernd og nýlega tók hann drónamyndir af framkvæmdunum við gígaröðina. Um er að ræða rannsóknarboranir í Eldvörpum á Reykjanesi. Myndirnar sem sýna fyrsta borstæðið af þeim fimm sem fyrirhugað er að ráðast í, á svæðinu, hafa greinilega hreyft við þeim þúsund manns sem hafa deilt þeim á Facebook, enn sem komið er. Ljóst er að röskunin er mörgum á móti skapi og fjölda fólks stendur ekki á sama um náttúruna. „Við erum að tala um fimm svona borstæði sem eru hvert um sig um fimm þúsund fermetrar. Þetta er nánast ofan í gígaröðinni. Þetta er gígaröð frá þrettándu öld,“ segir Ellert í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi reynst virkilega dapurlegt að horfa upp á „eyðilegginguna í Eldvörpum“.Um er að ræða allumfangsmikið óafturkræft rask á grónum og óröskuðum svæðum.Ellert GrétarssonÞað hefur nú verið hreyft við einhverjum mótbárum áður en leyfið var veitt ekki satt? „Jú, þetta fór í gegnum allt umsagnarferlið fyrir tveimur árum. Svona leyfisferli eru alltaf þannig – og ég er búinn að vera nógu lengi í þessari náttúruverndarbaráttu til að vita það – að niðurstaðan er alltaf fyrirfram ákveðin og umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli. Það er gömul saga og ný.“Er þetta bara til að friða almenning?„Já, umsögn Skipulagsstofnunar var mjög neikvæð. Umsagnarferlið er aldrei neitt annað en málamyndagjörningur. Sveitarfélögin og framkvæmdaaðilarnir eru löngu búnir að semja um niðurstöðuna áður en að umsóknarferlinu kemur. Við höfum séð þetta svo víða, við sáum nú hvernig þetta fór í Helguvík til dæmis, hvernig málin fóru þar. Það er hvorki hlustað á almenning né viðvaranir,“ segir Ellert. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hefur kortlagt gróðursamfélög í nágrenni við gígaröðina og í hrauninu umhverfis jarðhitasvæðið við Eldvörp, einkennist gróðurfarið af samfelldum mosagróðri. Tvær tegundir háplantna, annars vegar naðurtunga og hins vegar gullkollur eru á rannsóknarsvæðinu en þær eru afar sjaldgæfar og hafa takmarkaða útbreiðslu. Í skýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að ljóst sé að; „fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa neikvæð áhrif á gróður. Þó að sjaldgæfum gróðurtegundum verði ekki raskað verður um að ræða all umfangsmikið óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu. Jafnvel þó að holum verði lokað telur Skipulagsstofnun að ekki sé raunhæft að ætla að mosagróður nái sér á strik fyrr en að áratugum liðnum.“Borstæðið á myndinni er eitt af fimm.Ellert Grétarsson Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Þetta er mosagróið hraun sem er fágætt á heimsvísu, sem þeir eru að slétta þarna út,“ segir Ellert Grétarsson sem í mörg ár hefur barist gegn framkvæmdum HS Orku í Eldvörpum. Hann hefur skrifað fjölda pistla um náttúruvernd og nýlega tók hann drónamyndir af framkvæmdunum við gígaröðina. Um er að ræða rannsóknarboranir í Eldvörpum á Reykjanesi. Myndirnar sem sýna fyrsta borstæðið af þeim fimm sem fyrirhugað er að ráðast í, á svæðinu, hafa greinilega hreyft við þeim þúsund manns sem hafa deilt þeim á Facebook, enn sem komið er. Ljóst er að röskunin er mörgum á móti skapi og fjölda fólks stendur ekki á sama um náttúruna. „Við erum að tala um fimm svona borstæði sem eru hvert um sig um fimm þúsund fermetrar. Þetta er nánast ofan í gígaröðinni. Þetta er gígaröð frá þrettándu öld,“ segir Ellert í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi reynst virkilega dapurlegt að horfa upp á „eyðilegginguna í Eldvörpum“.Um er að ræða allumfangsmikið óafturkræft rask á grónum og óröskuðum svæðum.Ellert GrétarssonÞað hefur nú verið hreyft við einhverjum mótbárum áður en leyfið var veitt ekki satt? „Jú, þetta fór í gegnum allt umsagnarferlið fyrir tveimur árum. Svona leyfisferli eru alltaf þannig – og ég er búinn að vera nógu lengi í þessari náttúruverndarbaráttu til að vita það – að niðurstaðan er alltaf fyrirfram ákveðin og umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli. Það er gömul saga og ný.“Er þetta bara til að friða almenning?„Já, umsögn Skipulagsstofnunar var mjög neikvæð. Umsagnarferlið er aldrei neitt annað en málamyndagjörningur. Sveitarfélögin og framkvæmdaaðilarnir eru löngu búnir að semja um niðurstöðuna áður en að umsóknarferlinu kemur. Við höfum séð þetta svo víða, við sáum nú hvernig þetta fór í Helguvík til dæmis, hvernig málin fóru þar. Það er hvorki hlustað á almenning né viðvaranir,“ segir Ellert. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hefur kortlagt gróðursamfélög í nágrenni við gígaröðina og í hrauninu umhverfis jarðhitasvæðið við Eldvörp, einkennist gróðurfarið af samfelldum mosagróðri. Tvær tegundir háplantna, annars vegar naðurtunga og hins vegar gullkollur eru á rannsóknarsvæðinu en þær eru afar sjaldgæfar og hafa takmarkaða útbreiðslu. Í skýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að ljóst sé að; „fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa neikvæð áhrif á gróður. Þó að sjaldgæfum gróðurtegundum verði ekki raskað verður um að ræða all umfangsmikið óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu. Jafnvel þó að holum verði lokað telur Skipulagsstofnun að ekki sé raunhæft að ætla að mosagróður nái sér á strik fyrr en að áratugum liðnum.“Borstæðið á myndinni er eitt af fimm.Ellert Grétarsson
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira