Segir umsagnarferlið til málamynda: „Umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2018 22:07 Framkvæmdir HS Orku í Eldvörpum eru hafnar. Ellert Grétarsson „Þetta er mosagróið hraun sem er fágætt á heimsvísu, sem þeir eru að slétta þarna út,“ segir Ellert Grétarsson sem í mörg ár hefur barist gegn framkvæmdum HS Orku í Eldvörpum. Hann hefur skrifað fjölda pistla um náttúruvernd og nýlega tók hann drónamyndir af framkvæmdunum við gígaröðina. Um er að ræða rannsóknarboranir í Eldvörpum á Reykjanesi. Myndirnar sem sýna fyrsta borstæðið af þeim fimm sem fyrirhugað er að ráðast í, á svæðinu, hafa greinilega hreyft við þeim þúsund manns sem hafa deilt þeim á Facebook, enn sem komið er. Ljóst er að röskunin er mörgum á móti skapi og fjölda fólks stendur ekki á sama um náttúruna. „Við erum að tala um fimm svona borstæði sem eru hvert um sig um fimm þúsund fermetrar. Þetta er nánast ofan í gígaröðinni. Þetta er gígaröð frá þrettándu öld,“ segir Ellert í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi reynst virkilega dapurlegt að horfa upp á „eyðilegginguna í Eldvörpum“.Um er að ræða allumfangsmikið óafturkræft rask á grónum og óröskuðum svæðum.Ellert GrétarssonÞað hefur nú verið hreyft við einhverjum mótbárum áður en leyfið var veitt ekki satt? „Jú, þetta fór í gegnum allt umsagnarferlið fyrir tveimur árum. Svona leyfisferli eru alltaf þannig – og ég er búinn að vera nógu lengi í þessari náttúruverndarbaráttu til að vita það – að niðurstaðan er alltaf fyrirfram ákveðin og umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli. Það er gömul saga og ný.“Er þetta bara til að friða almenning?„Já, umsögn Skipulagsstofnunar var mjög neikvæð. Umsagnarferlið er aldrei neitt annað en málamyndagjörningur. Sveitarfélögin og framkvæmdaaðilarnir eru löngu búnir að semja um niðurstöðuna áður en að umsóknarferlinu kemur. Við höfum séð þetta svo víða, við sáum nú hvernig þetta fór í Helguvík til dæmis, hvernig málin fóru þar. Það er hvorki hlustað á almenning né viðvaranir,“ segir Ellert. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hefur kortlagt gróðursamfélög í nágrenni við gígaröðina og í hrauninu umhverfis jarðhitasvæðið við Eldvörp, einkennist gróðurfarið af samfelldum mosagróðri. Tvær tegundir háplantna, annars vegar naðurtunga og hins vegar gullkollur eru á rannsóknarsvæðinu en þær eru afar sjaldgæfar og hafa takmarkaða útbreiðslu. Í skýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að ljóst sé að; „fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa neikvæð áhrif á gróður. Þó að sjaldgæfum gróðurtegundum verði ekki raskað verður um að ræða all umfangsmikið óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu. Jafnvel þó að holum verði lokað telur Skipulagsstofnun að ekki sé raunhæft að ætla að mosagróður nái sér á strik fyrr en að áratugum liðnum.“Borstæðið á myndinni er eitt af fimm.Ellert Grétarsson Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Þetta er mosagróið hraun sem er fágætt á heimsvísu, sem þeir eru að slétta þarna út,“ segir Ellert Grétarsson sem í mörg ár hefur barist gegn framkvæmdum HS Orku í Eldvörpum. Hann hefur skrifað fjölda pistla um náttúruvernd og nýlega tók hann drónamyndir af framkvæmdunum við gígaröðina. Um er að ræða rannsóknarboranir í Eldvörpum á Reykjanesi. Myndirnar sem sýna fyrsta borstæðið af þeim fimm sem fyrirhugað er að ráðast í, á svæðinu, hafa greinilega hreyft við þeim þúsund manns sem hafa deilt þeim á Facebook, enn sem komið er. Ljóst er að röskunin er mörgum á móti skapi og fjölda fólks stendur ekki á sama um náttúruna. „Við erum að tala um fimm svona borstæði sem eru hvert um sig um fimm þúsund fermetrar. Þetta er nánast ofan í gígaröðinni. Þetta er gígaröð frá þrettándu öld,“ segir Ellert í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi reynst virkilega dapurlegt að horfa upp á „eyðilegginguna í Eldvörpum“.Um er að ræða allumfangsmikið óafturkræft rask á grónum og óröskuðum svæðum.Ellert GrétarssonÞað hefur nú verið hreyft við einhverjum mótbárum áður en leyfið var veitt ekki satt? „Jú, þetta fór í gegnum allt umsagnarferlið fyrir tveimur árum. Svona leyfisferli eru alltaf þannig – og ég er búinn að vera nógu lengi í þessari náttúruverndarbaráttu til að vita það – að niðurstaðan er alltaf fyrirfram ákveðin og umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli. Það er gömul saga og ný.“Er þetta bara til að friða almenning?„Já, umsögn Skipulagsstofnunar var mjög neikvæð. Umsagnarferlið er aldrei neitt annað en málamyndagjörningur. Sveitarfélögin og framkvæmdaaðilarnir eru löngu búnir að semja um niðurstöðuna áður en að umsóknarferlinu kemur. Við höfum séð þetta svo víða, við sáum nú hvernig þetta fór í Helguvík til dæmis, hvernig málin fóru þar. Það er hvorki hlustað á almenning né viðvaranir,“ segir Ellert. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hefur kortlagt gróðursamfélög í nágrenni við gígaröðina og í hrauninu umhverfis jarðhitasvæðið við Eldvörp, einkennist gróðurfarið af samfelldum mosagróðri. Tvær tegundir háplantna, annars vegar naðurtunga og hins vegar gullkollur eru á rannsóknarsvæðinu en þær eru afar sjaldgæfar og hafa takmarkaða útbreiðslu. Í skýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að ljóst sé að; „fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa neikvæð áhrif á gróður. Þó að sjaldgæfum gróðurtegundum verði ekki raskað verður um að ræða all umfangsmikið óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu. Jafnvel þó að holum verði lokað telur Skipulagsstofnun að ekki sé raunhæft að ætla að mosagróður nái sér á strik fyrr en að áratugum liðnum.“Borstæðið á myndinni er eitt af fimm.Ellert Grétarsson
Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira