Fótbolti

Líkir myndbandadómgæslu við ánægjulaust kynlíf

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bixente Lizarazu
Bixente Lizarazu vísir/getty
Bixente Lizarazu er ekki aðdáandi myndbandadómgæslunnar (e.VAR) og líkir henni við ánægjulaust kynlíf. VAR var í sviðsljósinu í Frakklandi í gær þegar PSG lagði Monaco í úrslitaleik deildarbikarsins þar í landi.

Mark var dæmt af Radamel Falcao auk þess sem PSG fékk tvær vítaspyrnur í leiknum og var notast við myndbandatæknina í þessum þremur tilvikum.

Lizarazu átti farsælan leikmannaferil frá 1986-2006 og segir að læra þurfi betur að nota þessa tækni.

,,VAR er svolítið eins og ánægjulaust kynlíf. Þegar allt á að vera gerast er þér sagt að stoppa, þannig líður manni inn á leikvangnum,"

,,Stuðningsmenn Monaco æsast upp þegar Falcao skorar. Þeir eru mjög ánægðir en þá skyndilega stöðvast allt. Þetta er ömurlegt og mjög pirrandi. Stuðnigsmennirnir fá ekki að taka þátt í neinu og þetta fær þá til að líða eins og þeir skipti engu máli. Stuðningsmenn vilja taka þátt í sýningunni en VAR kemur í veg fyrir það."

,,Við verðum að nota þessa tækni betur. Það verður að útskýra allt fyrir öllum, öllum sem eru á vellinum og öllum sem eru að horfa í sjónvarpinu. Við erum öll þátttakendur í leiknum," segir Lizarazu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×