Arsenal datt ekki í lukkupotinn er það var dregið í undanúrslit Evropudeildar UEFA í morgun.
Arsenal dróst gegn spænska stórliðinu Atletico Madrid en enska liðið fær þó seinni leikinn á heimavelli. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fór ekkert leynt með það í gær að hann vildi sleppa við Atletico í undanúrslitunum.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Marseille og Salzburg.
Fyrri leikirnir fara fram 26. apríl og seinni leikirnir 3. maí.
Undanúrslitin:
Marseille - Salzburg
Arsenal - Atletico Madrid
