Ráða ekki við aukinn fjölda ferðamanna á spítalanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2018 21:00 Einungis sjö föst rými eru á gjörgæsludeild Landspítalans og eru þau alltaf fullnýtt að sögn yfirlæknis. Vísir Vegna aðstöðuleysis hefur einungis ein hjartaskurðaðgerð verið framkvæmd í vikunni þrátt fyrir að fjórar aðgerðir á viku nægi varla til sinna brýnustu þörfinni að sögn yfirlæknis hjartaskurðlækninga. Forstjóri Landspítalans segir spítalann ekki ráða við aukinn fjölda ferðamanna og telur nauðsynlegt að bregðast við með forvörnum. Í yfirlýsingu sem læknaráð Landspítalans sendi frá sér í gær sagði að fresta hefði þurft 56% allra hjartaaðgerða á síðasta ári og var algengasta ástæðan skortur á legurýmum á gjörgæslu sem eru nauðsynleg í kjölfar hjartaaðgerða. Yfirlæknir á hjartaskurðdeild segir ástandið óboðlegt. „Þessa viku til dæmis höfum við bara getað gert eina hjartaskurðaðgerð. Og þar sem fjórar aðgerðir á viku duga ekki til gefur augaleið að vandinn er að hlaðast upp," segir Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga á Landspítalanum. Þetta er vegna aðstöðuleysis? „Já, já."Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerða á Landspítalanum.Forstjóri Landspítalans segir nýjan meðferðarkjarna leysa vandann að hluta í framtíðinni. Þangað til þurfi að bregðast við mikilli fjölgun erlendra ferðamanna þar sem spítalinn ráði ekki við álagið en ferðamenn áttu hátt í fimmtung legudaga á síðasta ári. Þetta megi gera með fræðslu, merkingum og eftirliti. Þá séu erlendir ferðmenn oft lengur en þörf krefur á spítalanum. „Síðan hefur það komið fyrir endurtekið, meðal annars vegna þess að Landspítalinn er mun ódýrari en spítalar erlendis, að það hefur þurft að þrýsta ansi mikið á erlend tryggingafélög um að flytja fólk til baka," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Ef sjúklingnum er frestað ítrekað þá brotnar hann niður andlega og það er líka erfiðara fyrir grunnsjúkdóminn og það er bara ómanneskjulegt að þurfa lenda í því ítrekað að komast ekki að á spítalanum vegna aðstöðuleysis," segir Bjarni Torfason. Gjörgæslan á Landspítalnum við Hringbraut er blönduð og eru þar einungis um sjö legurými. Formaður Hjartaheilla telur þörf á sérstakri deild eftir hjartaskurðaðgerðir til þess að koma í veg fyrir frestanir á aðgerðum sem oftast koma upp á síðustu stundu. „Okkar samfélag er að breytast. Það er að stækka þannig að við erum að fá miklu fleiri ferðamenn hingað inn, það eru að koma stórslys og annað og fyrirsjáanlega getur komið upp sú staða að hjartasjúklingar og aðrir víkja algjörlega til hliðar vegna óvæntra atvika," segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Vegna aðstöðuleysis hefur einungis ein hjartaskurðaðgerð verið framkvæmd í vikunni þrátt fyrir að fjórar aðgerðir á viku nægi varla til sinna brýnustu þörfinni að sögn yfirlæknis hjartaskurðlækninga. Forstjóri Landspítalans segir spítalann ekki ráða við aukinn fjölda ferðamanna og telur nauðsynlegt að bregðast við með forvörnum. Í yfirlýsingu sem læknaráð Landspítalans sendi frá sér í gær sagði að fresta hefði þurft 56% allra hjartaaðgerða á síðasta ári og var algengasta ástæðan skortur á legurýmum á gjörgæslu sem eru nauðsynleg í kjölfar hjartaaðgerða. Yfirlæknir á hjartaskurðdeild segir ástandið óboðlegt. „Þessa viku til dæmis höfum við bara getað gert eina hjartaskurðaðgerð. Og þar sem fjórar aðgerðir á viku duga ekki til gefur augaleið að vandinn er að hlaðast upp," segir Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga á Landspítalanum. Þetta er vegna aðstöðuleysis? „Já, já."Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerða á Landspítalanum.Forstjóri Landspítalans segir nýjan meðferðarkjarna leysa vandann að hluta í framtíðinni. Þangað til þurfi að bregðast við mikilli fjölgun erlendra ferðamanna þar sem spítalinn ráði ekki við álagið en ferðamenn áttu hátt í fimmtung legudaga á síðasta ári. Þetta megi gera með fræðslu, merkingum og eftirliti. Þá séu erlendir ferðmenn oft lengur en þörf krefur á spítalanum. „Síðan hefur það komið fyrir endurtekið, meðal annars vegna þess að Landspítalinn er mun ódýrari en spítalar erlendis, að það hefur þurft að þrýsta ansi mikið á erlend tryggingafélög um að flytja fólk til baka," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Ef sjúklingnum er frestað ítrekað þá brotnar hann niður andlega og það er líka erfiðara fyrir grunnsjúkdóminn og það er bara ómanneskjulegt að þurfa lenda í því ítrekað að komast ekki að á spítalanum vegna aðstöðuleysis," segir Bjarni Torfason. Gjörgæslan á Landspítalnum við Hringbraut er blönduð og eru þar einungis um sjö legurými. Formaður Hjartaheilla telur þörf á sérstakri deild eftir hjartaskurðaðgerðir til þess að koma í veg fyrir frestanir á aðgerðum sem oftast koma upp á síðustu stundu. „Okkar samfélag er að breytast. Það er að stækka þannig að við erum að fá miklu fleiri ferðamenn hingað inn, það eru að koma stórslys og annað og fyrirsjáanlega getur komið upp sú staða að hjartasjúklingar og aðrir víkja algjörlega til hliðar vegna óvæntra atvika," segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira