Handbolti

Kristianstad í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óli Gumm í eldlínunni.
Óli Gumm í eldlínunni. vísir/getty
IFK Kristianstad er komið í úrslitarimmunna um sænska meistaratitilinn eftir að liðið vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Lugi í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum.

Eftir að hafa unnið fyrsta leik liðanna jafnaði Lugi metin en síðan vann Kristianstad tvo í röð og sló út Lugi. Þeir mæta annað hvort HK Malmö eða Alingsås sem þurfa oddaleik til að skera um hvort liðið fari í úrslit.

Staðan var 13-11 í hálfleik fyrir Kristianstad í hálfleik og í síðari hálfleik náði liðið mest fjögurra marka forskoti en Lugi var aldrei langt undan. Lokatölur 27-23.

Ólafur Guðmundsson skoraði tvö, Gunnar Steinn Jónsson eitt og Arnar Freyr Arnarsson ekkert í liði Kristianstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×