Enski boltinn

Pochettino er ekki að fara neitt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham. vísir/afp
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að hann sé ekki á leið burt frá félaginu. Hann segir að félagið verði að halda í sín gildi og ekki reka menn eins og önnur félög.

„Félagið getur ekki hagað sér eins og önnur félög og ég held að félagið þurfi að halda áfram með þetta verkefni, stýra okkur í rétta átt og reyna að ná öllum þeim markmiðum sem félagið vill,” sagði Pochettino.

„Ég er að vinna og ég vinn í öllum þeim verkefnum eins og ég verði hér til lífstíðar. Félagið er á réttri leið og eftir þrjú til fjögur ár erum við í stakk búinn til að keppa við United, City, Chelsea og Liverpool en það er enn nóg af vinnu eftir.”

„Mér finnst þetta spennandi verkefni hjá Tottenham, öðruvísi en hjá öðrum félögum. Ég á enn þrjú ár eftir af samningi og svo kemur það í hlut eigandanna og yfirmanns míns, Daniel Levy, að treysta mér eða ekki.”

Tottenham spilar við Watford á mánudagskvöldið og flautað verður til leiks klukkan 19. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×