Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2018 14:38 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, hefur boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldór að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu Halldóru til fjölmiðla þar sem fram kemur að hún hafi ákveðið þetta við lestur Stundarinnar í nótt. Fundurinn fari fram mánudaginn 30. apríl.Stundin fjallar í dag um ásakanir á hendur Braga sem sakaður er um að hafa haft óeðlileg afskipti af störfum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna vorkunnar eða kunningsskapar. Þar kemur fram að Ásmundur Einar hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga af barnaverndarmáli Hafnarfirði og þrýsting sem Bragi er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann þegar ríkistjórnin ákvað þann 23. febrúar að útnefna Braga sem frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Halldóra spurði Ásmund út í málið á Alþingi þann 26. febrúar og sagði Ásmundur meðal annars: „Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafa ekki brotið af sér með neinum hætti.“ Þau orð túlkar Halldóra sem ósannindi og hefur hún því kallað Ásmund fyrir nefndina. „Í stað þess að láta Braga sæta ábyrgð á gjörðum sínum er honum verðlaunað með stuðningi ríkisstjórnarinnar við framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna,“ segir Halldóra í tilkynningu. Tengdar fréttir Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45 Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, hefur boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldór að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu Halldóru til fjölmiðla þar sem fram kemur að hún hafi ákveðið þetta við lestur Stundarinnar í nótt. Fundurinn fari fram mánudaginn 30. apríl.Stundin fjallar í dag um ásakanir á hendur Braga sem sakaður er um að hafa haft óeðlileg afskipti af störfum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna vorkunnar eða kunningsskapar. Þar kemur fram að Ásmundur Einar hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga af barnaverndarmáli Hafnarfirði og þrýsting sem Bragi er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann þegar ríkistjórnin ákvað þann 23. febrúar að útnefna Braga sem frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Halldóra spurði Ásmund út í málið á Alþingi þann 26. febrúar og sagði Ásmundur meðal annars: „Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafa ekki brotið af sér með neinum hætti.“ Þau orð túlkar Halldóra sem ósannindi og hefur hún því kallað Ásmund fyrir nefndina. „Í stað þess að láta Braga sæta ábyrgð á gjörðum sínum er honum verðlaunað með stuðningi ríkisstjórnarinnar við framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna,“ segir Halldóra í tilkynningu.
Tengdar fréttir Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45 Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45
Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15
Krefjast þess að útnefning Braga verði dregin til baka Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstri grænna, telur ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið útnefndur sem framboðsefni Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 26. febrúar 2018 08:08