Handbolti

Alfreð fær norska skyttu frá Ljónunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Reinkind fagnar hér þýska meistaratitlinum með Alexander Petersson. Þeir spila sömu stöðu.
Reinkind fagnar hér þýska meistaratitlinum með Alexander Petersson. Þeir spila sömu stöðu. vísir/getty
Norski landsliðsmaðurinn Harald Reinkind mun hafa vistaskipti í sumar er hann fer frá Þýskalandsmeisturum Rhein-Neckar Löwen til Kiel.

Hjá Kiel er Alfreð Gíslason auðvitað þjálfari en næsti vetur verður hans síðasti hjá félaginu. Hinn 25 ára gamli Reinkind er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Kiel og mun því spila með Gísla Kristjánssyni hjá félaginu.

„Harald er ekki bara möguleiki í sókninni heldur er hann öflugur í vörn og getur styrkt okkur í miðjublokkinni,“ sagði Alfreð en hann hefur verið á fullu að yngja lið Kiel síðustu ár. Búa til nýtt lið fyrir framtíðina.

Reinkind hefur verið í herbúðum Löwen síðan 2014. Hann hefur spilað 76 landsleiki fyrir Noreg og skorað í þeim leikjum 159 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×