Handbolti

Vignir hafði betur gegn Tandra í þýðingamiklum leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vignir í eldlínunni.
Vignir í eldlínunni. vísir/getty
Vignir Svavarsson og félagar í TTH Holstebro gerðu sér lítið fyrir og skelltu deildarmeisturum Skjern, 32-23, í úrslitakeppninni í danska handboltanum.

Vignir og félagar byrjuðu af miklum krafti og voru sjö mörkum yfir í hálfleik. Þeir skoruðu sautján mörk í fyrri hálfleik gegn einungis tíu frá Skjern.

Síðari hálfleikurinn varð því formsatriði en að endingu varð munurinn níu mörk, 32-23. Vignir skoraði eitt mark fyrir Holstebro en Tandri Már Konráðsson skoraði einnig eitt mark fyrir Skjern.

Skjern er með fjögur stig í úrslitakeppninni en Holstebro er því komið yfir Skjern. Holstebro er í öðru sætinu með sex stig en Álaborg er á toppi riðilsins með sjö stig. Efstu tvö liðin fara í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×