Tvær launahækkanir og eingreiðslur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. apríl 2018 19:15 Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara. Samningur félags framhaldsskólakennara og félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið var undirritaður rétt fyrir miðnætti í gær eftir fjórtán tíma samningalotu. Um átján hundruð manns eru í félögunum tveimur og hefur kjaradeilan staðið með hléum frá 2016 þegar síðasti samningur rann út. „Aðalviðgangsefnið hjá okkur hefur verið að vinna okkur út úr því mati sem þarf að fara fram á auknu álagi kennara vegna styttingu námstíma í framhaldsskóla," segir Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt viðauka við samninginn er gert ráð fyrir að um 350 til 400 milljónum króna verði varið í ýmsar breytingar á vinnumati og telur Guðbjörg að vinnuframlag kennara verði þar með metið með raunhæfari hætti. Þetta gæti skilað fleiri stöðugildum eða yfirvinnutímum í samræmi við bekkjarstærð og námsefni. „Þessu verður skipt í eðlilegu hlutfalli við aukið álag. Það getur líka verið mismunandi hvernig það legst á skóla og það liggur nokkurn veginn fyrir sá rammi." Samningurinn er til skamms tíma og gildir fram í mars 2019. Hann er ekki tengdur öðrum kjarasamningum. „Það eru engar líkur á því að við munum dragast aftur úr á þessum fáu mánuðum sem eru eftir af samningstímanum," segir Guðríður. Guðríður segir launahækkanir í takti við það sem stéttarfélög annarra opinberra starfsmanna hafa verið að semja um. „Það kemur 2,21% launahækkun frá 1. nóvember afturvirkt og síðan 2% frá 1. júní. Svo eru eingreiðslur, það er 30.000 króna eingreiðsla núna við undirritun samnings og svo er 70.000 króna eingreiðsla í janúar 2019." Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna í næstu viku. „Atkvæðagreiðslu verður að vera lokið 11. maí. Þá munu mvið tilkynna okkar viðsemjendum um niðurstöðuna og ég mun eindregið mæla með því að samninginn verði samþykktur." Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara. Samningur félags framhaldsskólakennara og félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið var undirritaður rétt fyrir miðnætti í gær eftir fjórtán tíma samningalotu. Um átján hundruð manns eru í félögunum tveimur og hefur kjaradeilan staðið með hléum frá 2016 þegar síðasti samningur rann út. „Aðalviðgangsefnið hjá okkur hefur verið að vinna okkur út úr því mati sem þarf að fara fram á auknu álagi kennara vegna styttingu námstíma í framhaldsskóla," segir Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara. Samkvæmt viðauka við samninginn er gert ráð fyrir að um 350 til 400 milljónum króna verði varið í ýmsar breytingar á vinnumati og telur Guðbjörg að vinnuframlag kennara verði þar með metið með raunhæfari hætti. Þetta gæti skilað fleiri stöðugildum eða yfirvinnutímum í samræmi við bekkjarstærð og námsefni. „Þessu verður skipt í eðlilegu hlutfalli við aukið álag. Það getur líka verið mismunandi hvernig það legst á skóla og það liggur nokkurn veginn fyrir sá rammi." Samningurinn er til skamms tíma og gildir fram í mars 2019. Hann er ekki tengdur öðrum kjarasamningum. „Það eru engar líkur á því að við munum dragast aftur úr á þessum fáu mánuðum sem eru eftir af samningstímanum," segir Guðríður. Guðríður segir launahækkanir í takti við það sem stéttarfélög annarra opinberra starfsmanna hafa verið að semja um. „Það kemur 2,21% launahækkun frá 1. nóvember afturvirkt og síðan 2% frá 1. júní. Svo eru eingreiðslur, það er 30.000 króna eingreiðsla núna við undirritun samnings og svo er 70.000 króna eingreiðsla í janúar 2019." Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna í næstu viku. „Atkvæðagreiðslu verður að vera lokið 11. maí. Þá munu mvið tilkynna okkar viðsemjendum um niðurstöðuna og ég mun eindregið mæla með því að samninginn verði samþykktur."
Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent