Nýr forseti segir byltinguna halda áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2018 06:00 Þeir Díaz-Canel og Castro fögnuðu saman í þingsal í gær eftir að þingmenn samþykktu valdaskiptin. Vísir/AFP Í fyrsta skipti í nærri sex áratugi er Castro-fjölskyldan hvorki með forsætisráðherra- né forsetastólinn á Kúbu. Raúl Castro, litli bróðir Fidels, lét af embætti forseta í gær og við af honum tók Miguel Díaz-Canel. Díaz-Canel hafði gegnt embætti fyrsta varaforseta undanfarin fimm ár. Hann er nærri þrjátíu árum yngri en Raúl Castro, fæddur eftir kommúnistabyltinguna og traustur bandamaður fyrirrennara síns. Á þeim sextíu árum sem Castro-bræður stýrðu skútunni hefur Kúba gjörbreyst. Þeir komu á eins flokks kommúnistaríki, rétt undan ströndum Flórída. „Beint fyrir framan nefið á heimsvaldasinnunum,“ sagði Fidel Castro eitt sinn. Og þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkjunum, og þrátt fyrir tíð tilræði bandarísku leyniþjónustunnar við Fidel Castro, er Kommúnistaflokkurinn þar enn við völd. Ljóst er þó að Raúl Castro mun enn vera áhrifamikill á Kúbu. Hann hyggst halda áfram sem aðalritari Kommúnistaflokksins til 2021. Skýrendum þykir líklegt að nýr forseti muni hafa samráð við Castro, Castro muni jafnvel hafa síðasta orðið þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum.Sjá einnig: Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Will Grant, blaðamaður BBC á Kúbu, lýsti því augnabliki þegar Díaz-Canel og Castro stigu saman inn í þingsal í gær. Sagði hann augnablikið sýna kynslóðaskipti sem myndu þó ekki fela í sér miklar breytingar. Þá sagði Grant að það hafi komið á óvart að einn þingmannanna 605, sem allir eru úr Kommúnistaflokknum, hafi greitt atkvæði gegn Díaz-Canel. Forsetinn nýi hafi þó tryggt sér eina atkvæðið sem skipti máli, nefnilega atkvæði Raúls Castro. Í embættistökuræðu sinni sagðist Díaz-Canel hafa umboð til þess að tryggja að kúbverska byltingin héldi áfram. Utanríkisstefna Kúbu yrði óbreytt og allar ákvarðanir um „nauðsynlegar breytingar“ yrðu kúbversku þjóðarinnar.Fidel og Raúl Castro árið 2011.Vísir/EPA„Það er ekkert pláss á Kúbu fyrir þá sem vilja endurlífga kapítalismann,“ sagði Díaz-Canel sem eyddi að auki drjúgum hluta ræðu sinnar í að lofa fyrirrennara sinn. Þegar forsetinn nýi sagði Kúbu þarfnast Castros risu þingmenn á fætur og klöppuðu. Á borði Díaz-Canel eru mál á borð við algjört hrun hagkerfis Venesúela, eins helsta bandamanns Kúbu, sem og samskiptin við hinar eyjarnar á Karíbahafi og svo Bandaríki Donalds Trump. Bandaríkjaforseti innleiddi í fyrra takmarkanir á ferðalögum og viðskiptum við Kúbu eftir að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafði slakað á þeim takmörkunum þegar hann bjó í Hvíta húsinu. Stjórnmálaferill Díaz-Canel nær aftur á þrítugsaldurinn. Þá tók hann þátt í ungliðastarfi Kommúnistaflokksins í Santa Clara. Hann varð svo ritari hreyfingarinnar 33 ára gamall áður en hann varð héraðsstjóri Villa Clara. Í umfjöllun BBC segir að þar hafi hann sýnt að hann væri opnari, frjálslyndari en Castro-bræður. Hann hafi til að mynda leyft rokktónleika, sem bannaðir hefðu verið annars staðar, og þá sé samfélag hinsegin fólks þar sýnilegra en víða á Kúbu. Díaz-Canel varð svo hluti framkvæmdaráðs, eða Politburo, Kommúnistaflokksins árið 2003. Árið 2009 varð hann svo ráðherra framhaldsmenntunar og, eins og áður segir, fyrsti varaforseti árið 2013. En þótt Díaz-Canel þyki frjálslyndari en Castro-bræður er búist við því að þær breytingar sem ráðist verður í verði hægfara. Díaz-Canel sé handvalinn arftaki Castros, sem muni sjálfur áfram hafa bein afskipti af stefnu ríkisstjórnarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kúba Tengdar fréttir Castro-öldin á Kúbu á enda Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins. 19. apríl 2018 06:00 Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Miguel Díaz-Canel er sór í dag embættiseið sem forseti Kúbu. Hann tekur við af Raúl Castro sem hefur verið forseti frá 2006. 19. apríl 2018 15:46 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Í fyrsta skipti í nærri sex áratugi er Castro-fjölskyldan hvorki með forsætisráðherra- né forsetastólinn á Kúbu. Raúl Castro, litli bróðir Fidels, lét af embætti forseta í gær og við af honum tók Miguel Díaz-Canel. Díaz-Canel hafði gegnt embætti fyrsta varaforseta undanfarin fimm ár. Hann er nærri þrjátíu árum yngri en Raúl Castro, fæddur eftir kommúnistabyltinguna og traustur bandamaður fyrirrennara síns. Á þeim sextíu árum sem Castro-bræður stýrðu skútunni hefur Kúba gjörbreyst. Þeir komu á eins flokks kommúnistaríki, rétt undan ströndum Flórída. „Beint fyrir framan nefið á heimsvaldasinnunum,“ sagði Fidel Castro eitt sinn. Og þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkjunum, og þrátt fyrir tíð tilræði bandarísku leyniþjónustunnar við Fidel Castro, er Kommúnistaflokkurinn þar enn við völd. Ljóst er þó að Raúl Castro mun enn vera áhrifamikill á Kúbu. Hann hyggst halda áfram sem aðalritari Kommúnistaflokksins til 2021. Skýrendum þykir líklegt að nýr forseti muni hafa samráð við Castro, Castro muni jafnvel hafa síðasta orðið þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum.Sjá einnig: Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Will Grant, blaðamaður BBC á Kúbu, lýsti því augnabliki þegar Díaz-Canel og Castro stigu saman inn í þingsal í gær. Sagði hann augnablikið sýna kynslóðaskipti sem myndu þó ekki fela í sér miklar breytingar. Þá sagði Grant að það hafi komið á óvart að einn þingmannanna 605, sem allir eru úr Kommúnistaflokknum, hafi greitt atkvæði gegn Díaz-Canel. Forsetinn nýi hafi þó tryggt sér eina atkvæðið sem skipti máli, nefnilega atkvæði Raúls Castro. Í embættistökuræðu sinni sagðist Díaz-Canel hafa umboð til þess að tryggja að kúbverska byltingin héldi áfram. Utanríkisstefna Kúbu yrði óbreytt og allar ákvarðanir um „nauðsynlegar breytingar“ yrðu kúbversku þjóðarinnar.Fidel og Raúl Castro árið 2011.Vísir/EPA„Það er ekkert pláss á Kúbu fyrir þá sem vilja endurlífga kapítalismann,“ sagði Díaz-Canel sem eyddi að auki drjúgum hluta ræðu sinnar í að lofa fyrirrennara sinn. Þegar forsetinn nýi sagði Kúbu þarfnast Castros risu þingmenn á fætur og klöppuðu. Á borði Díaz-Canel eru mál á borð við algjört hrun hagkerfis Venesúela, eins helsta bandamanns Kúbu, sem og samskiptin við hinar eyjarnar á Karíbahafi og svo Bandaríki Donalds Trump. Bandaríkjaforseti innleiddi í fyrra takmarkanir á ferðalögum og viðskiptum við Kúbu eftir að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafði slakað á þeim takmörkunum þegar hann bjó í Hvíta húsinu. Stjórnmálaferill Díaz-Canel nær aftur á þrítugsaldurinn. Þá tók hann þátt í ungliðastarfi Kommúnistaflokksins í Santa Clara. Hann varð svo ritari hreyfingarinnar 33 ára gamall áður en hann varð héraðsstjóri Villa Clara. Í umfjöllun BBC segir að þar hafi hann sýnt að hann væri opnari, frjálslyndari en Castro-bræður. Hann hafi til að mynda leyft rokktónleika, sem bannaðir hefðu verið annars staðar, og þá sé samfélag hinsegin fólks þar sýnilegra en víða á Kúbu. Díaz-Canel varð svo hluti framkvæmdaráðs, eða Politburo, Kommúnistaflokksins árið 2003. Árið 2009 varð hann svo ráðherra framhaldsmenntunar og, eins og áður segir, fyrsti varaforseti árið 2013. En þótt Díaz-Canel þyki frjálslyndari en Castro-bræður er búist við því að þær breytingar sem ráðist verður í verði hægfara. Díaz-Canel sé handvalinn arftaki Castros, sem muni sjálfur áfram hafa bein afskipti af stefnu ríkisstjórnarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kúba Tengdar fréttir Castro-öldin á Kúbu á enda Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins. 19. apríl 2018 06:00 Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Miguel Díaz-Canel er sór í dag embættiseið sem forseti Kúbu. Hann tekur við af Raúl Castro sem hefur verið forseti frá 2006. 19. apríl 2018 15:46 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Castro-öldin á Kúbu á enda Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins. 19. apríl 2018 06:00
Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Miguel Díaz-Canel er sór í dag embættiseið sem forseti Kúbu. Hann tekur við af Raúl Castro sem hefur verið forseti frá 2006. 19. apríl 2018 15:46