Fótbolti

Juventus bikarmeistari fjórða árið í röð eftir burst

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Juventus fagna í leikslok á meðan leikmenn Milan ganga svekktir af velli.
Leikmenn Juventus fagna í leikslok á meðan leikmenn Milan ganga svekktir af velli. vísir/afp
Juventus er bikarmeistari á Ítalíu eftir að liðið rúllaði yfir AC Milan í úrslitaleiknum. 4-0 urðu lokatölur eftir að staðan var markalaus í hálfleik.

Medhi Benatia opnaði markareikninginn á 56. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Douglas Costa forystuna.

Á 64. mínútu var staðan orðinn 3-0 en Benatia skoraði þá sitt annað mark. Nikola Kalinic skoraði svo sjálfsmark áður en yfir lauk og lokatölur 4-0.

Juventus vinnur þá líklega tvennuna þetta árið en liðið er með sex stiga forskot á Napoli er tvær umferðir eru eftir af deildinni. Þeir eru einnig með mun betri markatölu en þar munar sextán mörkum.

Þetta er fjórða árið í röð sem Juventus verður bikarmeistari en þeir hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið á Ítalíu undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×