Innlent

Hefja neyðarsöfnun fyrir börn sem búa á einum versta stað í heimi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Börn í Jemen eru helstu fórnarlömb átakanna sem geisað hafa í landinu undanfarin ár.
Börn í Jemen eru helstu fórnarlömb átakanna sem geisað hafa í landinu undanfarin ár. unicef
UNICEF á Íslandi hóf í dag neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen. Eftir margra ára átök ríkir nú gríðarleg neyð í landinu en ríkið er eitt það fátækasta í heimi.

Nú er svo komið að Jemen er einn versti staður í heimi til að vera barn og þarfnast nánast hvert einasta barn í landinu neyðaraðstoðar, að því er fram kemur í tilkynningu UNICEF.

Yfirskrift neyðarátaksins er „Má ég segja þér soldið?“ sem vísar í algengt talmál barna. Samhliða neyðarsöfnuninni gefur UNICEF á Íslandi út myndband þar sem heyra má sögur barna í Jemen sem eru helstu fórnarlömb átakanna í landinu. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

Hægt er að styðja söfnunina með því að senda sms-ið JEMEN í númerið 1900 og gefa þannig 1900  krónur eða leggja inn frjálst framlag. Fyrir 1900 krónur er til að mynda hægt að veita barni rúmlega tveggja vikna meðferð við vannæringu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×