Fótbolti

Zidane segir meiðsli Ronaldo ekki alvarleg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo kveinkar sér í gær.
Ronaldo kveinkar sér í gær. vísir/afp
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, segir að meiðsli eins besta fótboltamanns í heimi, Cristiano Ronaldo, séu ekki alvarleg en hann fór meiddur af velli í El Clasico í gær.

Ronaldo meiddist í fyrri hálfleik þegar hann skoraði jöfnunarmark Real á fjórtándu mínútu en hann virtist stíga eitthvað illa niður. Hann fór svo af velli í hálfleik.

Real spilar gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kiev þann 26. maí og Zidane segir að Ronaldo verði klár í slaginn þá.

„Hann er ekki frábær núna en ég held að þetta sé bara eitthvað lítið. Þetta var bara slæm hreyfing,” sagði Zidane í leikslok en liðin skildu jöfn í gær, 2-2.

„Ég get ekki sagt hversu lengi hann verður frá. Á morgun fer hann í skanna en ég held að þetta verði bara eitthvað lítið. Hann hélt þetta væri ekki mikið.”

Zidane segir að kappinn verði klár í Kiev: „Ég er ekki áhyggjufullur fyrir úrslitaleiknum. Við verðum allir þar.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×