Fótbolti

Klæða sig sem karlmenn til að horfa á fótboltaleiki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ein kvennanna í gerfi karlmanns á vellinum í Íran
Ein kvennanna í gerfi karlmanns á vellinum í Íran mynd/bbc
Konur í Íran hafa vakið athygli eftir að upp komst að þær klæða sig sem karlmenn til þess að geta mætt á fótboltaleiki í heimalandinu.

Hópur kvenna mætti með gervi skegg og hárkollur til þess að styðja lið sitt, Persepolis, gegn erkifjendunum í Sepidroom í Tehran á föstudag.

Það er ekki lögbann á því að konur fái að fara á íþróttaviðburði í Íran en þeim er þó oftast bannaður aðgangur inn á velli þar í landi og hafa þurft að sitja refsingu fari þær á íþróttaviðburði.

Ein af konunum sem náðust á mynd í karlmannsgervi á föstudag var spurð að því í viðtali í írönskum fjölmiðlum hvort hún óttaðist að upp kæmist um hana.

„Afhverju ætti ég að vera hrædd? Við konur erum ekki að brjóta af okkur með því að fara á leiki. Lögin banna ekki að konur séu á leikjum. Þeir hafa handsamað nokkrar konur og þær þurfa að skrifa undir yfirlýsingu um að fara aldrei á leik aftur,“ sagði konan.

„Okkar markmið er að halda áfram að fara þar til konur mega fara inn.“

Síðast í mars á þessu ári voru 35 konur færðar í hald fyrir það að reyna að komast inn á fótboltaleik. Í febrúar var konum hleypt inn á körfuboltaleik í Tehran en þær þurftu að sitja í sérstakri stúku, aðskildar karlmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×