Fótbolti

Stuðningsmenn réðust á leikmenn Sporting

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá lögreglu með einn hinna handteknu.
Hér má sjá lögreglu með einn hinna handteknu. vísir/epa
Sporting frá Lissabon ætlar að spila bikarúrslitaleikinn um næstu helgi þó svo menn þar á bæ séu í áfalli eftir að stuðningsmenn félagsins réðust á leikmenn.

Um 50 stuðningsmenn Sporting réðust á leikmenn og starfsmenn félagsins í gær. Hollenski framherjinn Das Bost varð fyrir höfuðmeiðslum í árásinni og þurfti að sauma átta spor í höfuð hans. Átökin eru sögð hafa staðið fyrir í um 10-15 mínútur.

Sporting missti af sæti í Meistaradeildinni næsta vetur en liðið klúðraði sínum málum í lokaumferðinni. Það voru mikil vonbrigði fyrir stuðningsmenn félagsins og þessi 50 manna hópur ákvað að taka reiði sína út á leikmönnunum.

Á sunnudag fer bikarúrslitaleikurinn í Portúgal fram og Sporting er að spila. Leikmenn liðsins ætla ekki að láta bullurnar hafa áhrif á sig og þeir hafa allir sem einn ákveðið að spila bikarúrslitaleikinn þó svo þeir séu í áfalli eftir árásina.

Leikmennirnir sögðust ætla að spila af virðingu við Portúgal og íþróttina. Að sama skapi ætla þeir í mál við bullurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×