Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:53 Söngkonan Netta var fulltrúi Ísraels í Eurovision í ár. Hún var að vonum afar sátt með sigurinn. vísir/ap Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. Vísir fjallaði fyrst um listann í gærmorgun og voru þá um 4.500 manns búnir að skrifa undir listann. Nú, tæpum sólarhring síðar, hafa því nærri 12.000 undirskriftir bæst við. Árni St. Sigurðsson hóf undirskriftasöfnunina en henni er beint að RÚV sem sér um þátttöku Íslands í Eurovision. Á vefsíðunni þar sem undirskriftunum er safnað segir að „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína. Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“Páll Óskar er einn þeirra sem hvetur til þess að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael.vísir/anton brinkPáll Óskar og Daði Freyr vilja ekki að Ísland taki þátt Sigur Ísraels í Eurovision, og þar af leiðandi sú staðreynd að keppnin fari fram þar í landi að ári, hefur vakið hörð viðbrögð vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Málefni Ísraels og Palestínu hafa verið í deiglunni undanfarna daga vegna mótmæla Palestínumanna í Gaza og á Vesturbakkanum en Ísraelsher hefur mætt mótmælendum af hörku. Hefur herinn drepið sextíu palestínska mótmælendur og sært að minnsta kosti 2.400 manns en framganga hefur verið fordæmd víða, meðal annars af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og embættismönnum hjá Sameinuðu þjóðunum. Á meðal þeirra sem hvöttu til þess í gær að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael voru tónlistarmennirnir Daði Freyr og Páll Óskar. Daði Freyr tók þátt í forkeppni Eurovision hér heima í fyrra og Páll Óskar fór út fyrir Íslands hönds árið 1997. Sagði Páll Óskar á Facebook-síðu sinni í gær að hér væri „kjörið tækifæri til að mótmæla fjöldamorðum Ísraelhers á Palestínu og setja Ísreal mörk á alþjóðavísu.“ Hvatti hann RÚV til að nýta tækifærið og mótmæla með fjarveru Íslands í keppninni.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánVega og meta aðstæður hverju sinni Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í gær að það væri eðlilegt að aðstæðurnar í Ísrael setji strik í reikninginn. Það væri ákveðið árlega hvort að Ísland tæki þátt í Eurovision eða ekki. Mikilvægt væri að taka mið af aðstæðum hverju sinni en ákvörðun um þátttöku Íslands þarf ekki að liggja fyrir fyrr en í haust. „Við gerum þetta reglulega, við vegum og metum aðstæður, við vegum og metum hvar keppnin er haldin og við hvaða skilyrði og hver kostnaðurinn er þannig að það að þessar aðstæður séu komnar upp núna í Ísrael það setur að sjálfsögðu eitthvað strik í reikninginn og er eitthvað sem við munum líta til þegar við erum komin á þann stað að taka ákvörðun um það hvort við verðum með eða ekki,“ sagði Skarphéðinn. Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. Vísir fjallaði fyrst um listann í gærmorgun og voru þá um 4.500 manns búnir að skrifa undir listann. Nú, tæpum sólarhring síðar, hafa því nærri 12.000 undirskriftir bæst við. Árni St. Sigurðsson hóf undirskriftasöfnunina en henni er beint að RÚV sem sér um þátttöku Íslands í Eurovision. Á vefsíðunni þar sem undirskriftunum er safnað segir að „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína. Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“Páll Óskar er einn þeirra sem hvetur til þess að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael.vísir/anton brinkPáll Óskar og Daði Freyr vilja ekki að Ísland taki þátt Sigur Ísraels í Eurovision, og þar af leiðandi sú staðreynd að keppnin fari fram þar í landi að ári, hefur vakið hörð viðbrögð vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Málefni Ísraels og Palestínu hafa verið í deiglunni undanfarna daga vegna mótmæla Palestínumanna í Gaza og á Vesturbakkanum en Ísraelsher hefur mætt mótmælendum af hörku. Hefur herinn drepið sextíu palestínska mótmælendur og sært að minnsta kosti 2.400 manns en framganga hefur verið fordæmd víða, meðal annars af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og embættismönnum hjá Sameinuðu þjóðunum. Á meðal þeirra sem hvöttu til þess í gær að Ísland sniðgangi Eurovision í Ísrael voru tónlistarmennirnir Daði Freyr og Páll Óskar. Daði Freyr tók þátt í forkeppni Eurovision hér heima í fyrra og Páll Óskar fór út fyrir Íslands hönds árið 1997. Sagði Páll Óskar á Facebook-síðu sinni í gær að hér væri „kjörið tækifæri til að mótmæla fjöldamorðum Ísraelhers á Palestínu og setja Ísreal mörk á alþjóðavísu.“ Hvatti hann RÚV til að nýta tækifærið og mótmæla með fjarveru Íslands í keppninni.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánVega og meta aðstæður hverju sinni Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í gær að það væri eðlilegt að aðstæðurnar í Ísrael setji strik í reikninginn. Það væri ákveðið árlega hvort að Ísland tæki þátt í Eurovision eða ekki. Mikilvægt væri að taka mið af aðstæðum hverju sinni en ákvörðun um þátttöku Íslands þarf ekki að liggja fyrir fyrr en í haust. „Við gerum þetta reglulega, við vegum og metum aðstæður, við vegum og metum hvar keppnin er haldin og við hvaða skilyrði og hver kostnaðurinn er þannig að það að þessar aðstæður séu komnar upp núna í Ísrael það setur að sjálfsögðu eitthvað strik í reikninginn og er eitthvað sem við munum líta til þegar við erum komin á þann stað að taka ákvörðun um það hvort við verðum með eða ekki,“ sagði Skarphéðinn.
Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
„Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44
Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var. 15. maí 2018 13:30