Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. maí 2018 06:00 Hafnafjörður er alla jafna friðsæll. Vísir/GVA Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. Fyrrverandi bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem eru í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, sögðu sig úr flokknum fyrr í vor og eru þeir í hringiðu átakanna. Annars vegar vegna umdeilds veikindaleyfis Guðlaugar Kristjánsdóttur og snögglegrar endurkomu, með tilheyrandi brotthvarfi varamannsins Borghildar Sturludóttur, en milli þeirra tveggja eru litlir kærleikar. Hins vegar vegna kjörgengis hins bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar, Einars Birkis Einarssonar, sem er fluttur úr bænum og býr í Kópavogi. Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðumGuðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði.Deilurnar náðu hámarki þegar Borghildi var vikið úr skipulags- og byggingaráði bæjarins í síðasta mánuði líkt og Fréttablaðið greindi frá. Borghildur vísaði þessum ágreiningsmálum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og hefur ráðuneytið nú óskað skýringa frá bæjarstjórn. Á hávaðafundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni var svarbréf til ráðuneytisins afgreitt en þó þannig að meirihluti bæjarstjórnar klofnaði. Þrír samþykktu svarbréfið en sex sátu hjá, þar á meðal þrír Sjálfstæðismenn. Í svarbréfinu segir meðal annars að forföll Guðlaugar hafi fyrir mistök aldrei komið formlega til afgreiðslu í bæjarstjórn, heldur einungis bókun um að varamaðurinn Borghildur taki sæti í bæjarstjórn í fjarveru Guðlaugar. Þar af leiðandi hafi ekki formlega verið um veikindaleyfi að ræða og Guðlaug því getað komið fyrirvaralaust til baka. Í svarinu er vísað til yfirlýsingar Guðlaugar sem fer afar gagnrýnum orðum um fyrrverandi félaga sína í Bjartri framtíð og hefur þeim orðum verið svarað með yfirlýsingu frá Borghildi og Pétri Óskarssyni, félaga Borghildar í Bjartri framtíð, sem vísa gagnrýni Guðlaugar til föðurhúsanna og segja stopul og erfið samskipti fyrst og fremst mega rekja til fjarveru Einars Birkis eftir að hann flutti úr bænum og frumkvæðisleysis Guðlaugar sem oddvita bæjarmálahóps flokksins. Ekki liggur fyrir hvenær ráðuneytið tekur afstöðu til þessara ágreiningsefna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. Fyrrverandi bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem eru í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, sögðu sig úr flokknum fyrr í vor og eru þeir í hringiðu átakanna. Annars vegar vegna umdeilds veikindaleyfis Guðlaugar Kristjánsdóttur og snögglegrar endurkomu, með tilheyrandi brotthvarfi varamannsins Borghildar Sturludóttur, en milli þeirra tveggja eru litlir kærleikar. Hins vegar vegna kjörgengis hins bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar, Einars Birkis Einarssonar, sem er fluttur úr bænum og býr í Kópavogi. Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðumGuðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði.Deilurnar náðu hámarki þegar Borghildi var vikið úr skipulags- og byggingaráði bæjarins í síðasta mánuði líkt og Fréttablaðið greindi frá. Borghildur vísaði þessum ágreiningsmálum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og hefur ráðuneytið nú óskað skýringa frá bæjarstjórn. Á hávaðafundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni var svarbréf til ráðuneytisins afgreitt en þó þannig að meirihluti bæjarstjórnar klofnaði. Þrír samþykktu svarbréfið en sex sátu hjá, þar á meðal þrír Sjálfstæðismenn. Í svarbréfinu segir meðal annars að forföll Guðlaugar hafi fyrir mistök aldrei komið formlega til afgreiðslu í bæjarstjórn, heldur einungis bókun um að varamaðurinn Borghildur taki sæti í bæjarstjórn í fjarveru Guðlaugar. Þar af leiðandi hafi ekki formlega verið um veikindaleyfi að ræða og Guðlaug því getað komið fyrirvaralaust til baka. Í svarinu er vísað til yfirlýsingar Guðlaugar sem fer afar gagnrýnum orðum um fyrrverandi félaga sína í Bjartri framtíð og hefur þeim orðum verið svarað með yfirlýsingu frá Borghildi og Pétri Óskarssyni, félaga Borghildar í Bjartri framtíð, sem vísa gagnrýni Guðlaugar til föðurhúsanna og segja stopul og erfið samskipti fyrst og fremst mega rekja til fjarveru Einars Birkis eftir að hann flutti úr bænum og frumkvæðisleysis Guðlaugar sem oddvita bæjarmálahóps flokksins. Ekki liggur fyrir hvenær ráðuneytið tekur afstöðu til þessara ágreiningsefna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00