Heimavarnarráðherrann hætti næstum því eftir skammir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 22:31 Nielsen fékk það óþvegið frá Trump á ríkisstjórnarfundi í gær. Vísir/AFP Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, var komin á fremsta hlunn með að segja af sér eftir að Donald Trump forseti skammaði hana fyrir framan alla ríkisstjórnina í gær. Trump er sagður hafa látið skömmum rigna yfir alla stjórnina vegna þess að honum fannst hún hafa brugðist í að tryggja landamæri Bandaríkjanna. Heimildarmenn New York Times segja að Nielsen, sem er náinn samstarfsmaður Johns Kelly starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafi skrifað afsagnarbréf en ekki sent það eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Nielsen hefur landamæravörslu og innflytjendamál á sinni könnu. Bræði forsetans vegna innflytjendamála er sögð hafa farið vaxandi á undanförnum vikum. Hann hafði tekið heiður af því að innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna fækkaði í fyrra. Þeim hefur hins vegar fjölgað á þessu ári.Vill skilja að fjölskyldur sem koma yfir landamærin Á fundinum í gær er Trump sagður hafa öskrað að suðurlandamærin væru hriplek og að ríkisstjórnin yrði að gera meira til að koma í veg fyrir ólöglegar ferðir fólks yfir þau. Nielsen er sögð hafa talið gagnrýni Trump beinast fyrst og fremst að sér. Hún hafi sagt samstarfsmönnum að hún myndi segja af sér af forsetinn teldi hana ekki standa sig í starfi. Samskipti Trump og Nielsen eru sögð hafa verið stirð undanfarnar vikur. Trump hafi ítrekað lagt að henni að ganga harðar fram til að stöðva för innflytjenda yfir landamærin. Nielsen tók við embættinu í desember af Kelly eftir að Trump gerði hann að starfsmannastjóra sínum. Forsetinn hafi litið svo á Nielsen og fleiri embættismenn í ráðuneytinu hafi ekki viljað framfylgja skipun hans um að stía í sundur fjölskyldum sem koma ólöglega yfir landamærin. Hann og aðstoðarmenn hans hafa markað þá stefnu til að fæla fjölskyldur frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti á mánudag að landamæraverðir myndu nú alltaf ákæra fólk sem fer ólöglega yfir landamærin. Sú stefnubreyting eru sögð gera sundrun fjölskyldna líklegri. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Trump forseti sagðist frekar vilja innflytjendur frá Noregi en löndum sem hann telur vera skítaholur á alræmdum fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. 17. janúar 2018 09:48 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, var komin á fremsta hlunn með að segja af sér eftir að Donald Trump forseti skammaði hana fyrir framan alla ríkisstjórnina í gær. Trump er sagður hafa látið skömmum rigna yfir alla stjórnina vegna þess að honum fannst hún hafa brugðist í að tryggja landamæri Bandaríkjanna. Heimildarmenn New York Times segja að Nielsen, sem er náinn samstarfsmaður Johns Kelly starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafi skrifað afsagnarbréf en ekki sent það eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Nielsen hefur landamæravörslu og innflytjendamál á sinni könnu. Bræði forsetans vegna innflytjendamála er sögð hafa farið vaxandi á undanförnum vikum. Hann hafði tekið heiður af því að innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna fækkaði í fyrra. Þeim hefur hins vegar fjölgað á þessu ári.Vill skilja að fjölskyldur sem koma yfir landamærin Á fundinum í gær er Trump sagður hafa öskrað að suðurlandamærin væru hriplek og að ríkisstjórnin yrði að gera meira til að koma í veg fyrir ólöglegar ferðir fólks yfir þau. Nielsen er sögð hafa talið gagnrýni Trump beinast fyrst og fremst að sér. Hún hafi sagt samstarfsmönnum að hún myndi segja af sér af forsetinn teldi hana ekki standa sig í starfi. Samskipti Trump og Nielsen eru sögð hafa verið stirð undanfarnar vikur. Trump hafi ítrekað lagt að henni að ganga harðar fram til að stöðva för innflytjenda yfir landamærin. Nielsen tók við embættinu í desember af Kelly eftir að Trump gerði hann að starfsmannastjóra sínum. Forsetinn hafi litið svo á Nielsen og fleiri embættismenn í ráðuneytinu hafi ekki viljað framfylgja skipun hans um að stía í sundur fjölskyldum sem koma ólöglega yfir landamærin. Hann og aðstoðarmenn hans hafa markað þá stefnu til að fæla fjölskyldur frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti á mánudag að landamæraverðir myndu nú alltaf ákæra fólk sem fer ólöglega yfir landamærin. Sú stefnubreyting eru sögð gera sundrun fjölskyldna líklegri.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Trump forseti sagðist frekar vilja innflytjendur frá Noregi en löndum sem hann telur vera skítaholur á alræmdum fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. 17. janúar 2018 09:48 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Trump forseti sagðist frekar vilja innflytjendur frá Noregi en löndum sem hann telur vera skítaholur á alræmdum fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. 17. janúar 2018 09:48