Verkalýðsstéttin rís upp gegn Macron Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2018 17:44 Mörg þúsund manns fjölmenntu í kröfugöngu víðsvegar um landið til höfuðs stórfelldum niðurskurðaráformum Emmanuels Macron, forseta Frakklands. vísir/afp Mörg þúsund manns fjölmenntu í kröfugöngu víðsvegar um landið til höfuðs stórfelldum niðurskurðaráformum Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kröfugangan í París var fjölmennust. Mótmælendur með vinstri flokka og verkalýðsfélög í broddi fylkingar eru æfir yfir áformum Macrons. Hann hefur boðað breytingar á frönsku vinnulöggjöfinni og stórfelldan niðurskurð. Til stendur að fækka stöðugildum hjá hinu opinbera um 120.000 á yfirstandandi kjörtímabili. Franskir lestarstarfsmenn hafa síðasta mánuðinn staðið í verkfallsaðgerðum. Macron hefur sagst ætla umbylta réttindum þeirra þannig að þau verði meira í ætt við aðrar starfsstéttir. Lestarstarfsmenn hafa hingað til notið ýmissa réttinda sem öðrum stendur ekki til boða eins og að fara fyrr á eftirlaun og vinna styttri vinnuviku. Andstæðingar breytinganna segja að þetta snúist um pólitík. Franska lögreglan segir að 250 þúsund manns hafi verið í kröfugöngunni í París en fulltrúar verkalýðshreyfinga nefna mun hærri tölu.Frakkar séu auðug þjóðJean-Luc Mélenchon, sem hefur látið til sín taka í mótmælum undanfarinna daga og bauð sig fram til höfuðs Macron í forsetakosningunum, gagnrýndi Macron harðlega og sagði hann ekki standa sig sem skyldi í embætti forseta. Mannekla væri í heilbrigðiskerfinu og ekki nægilega margir lögreglumenn væru að störfum í „erfiðari“ hverfum Parísar. Hann segir yfirvöld bera fyrir sig fjárskort en Mélenchon segir það af og frá. „Við trúum ykkur ekki vegna þess að þið ljúgið,“ segir Mélenchon sem bendir á að peningarnir sem fóru í skattaívilnanir til handa þeim ríku hefðu komið að góðum notum í heilbrigðiskerfinu. Mélenchon segir að landið sé auðugt og að mikilvægt sé að auðæfunum sé skipt með sanngjarnari hætti. Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir lögreglu hafa þurft að grípa inn í þegar hópur mótmælenda reyndi að rústa banka. Að sögn Collomb voru mennirnir hettuklæddir og sjö lögreglumenn meiddust í lögregluaðgerðinni. Lögreglan hefur handtekið 35 mótmælendur fyrir margvísleg brot, að því er fram kemur á vef Reuters. Macron lætur engan bilbug á sér finna og hyggst halda breytingunum til streitu. Tengdar fréttir Búist við miklum samgöngutruflunum í Frakklandi næstu mánuðina Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. 3. apríl 2018 08:46 Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum. 1. maí 2018 21:27 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Mörg þúsund manns fjölmenntu í kröfugöngu víðsvegar um landið til höfuðs stórfelldum niðurskurðaráformum Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kröfugangan í París var fjölmennust. Mótmælendur með vinstri flokka og verkalýðsfélög í broddi fylkingar eru æfir yfir áformum Macrons. Hann hefur boðað breytingar á frönsku vinnulöggjöfinni og stórfelldan niðurskurð. Til stendur að fækka stöðugildum hjá hinu opinbera um 120.000 á yfirstandandi kjörtímabili. Franskir lestarstarfsmenn hafa síðasta mánuðinn staðið í verkfallsaðgerðum. Macron hefur sagst ætla umbylta réttindum þeirra þannig að þau verði meira í ætt við aðrar starfsstéttir. Lestarstarfsmenn hafa hingað til notið ýmissa réttinda sem öðrum stendur ekki til boða eins og að fara fyrr á eftirlaun og vinna styttri vinnuviku. Andstæðingar breytinganna segja að þetta snúist um pólitík. Franska lögreglan segir að 250 þúsund manns hafi verið í kröfugöngunni í París en fulltrúar verkalýðshreyfinga nefna mun hærri tölu.Frakkar séu auðug þjóðJean-Luc Mélenchon, sem hefur látið til sín taka í mótmælum undanfarinna daga og bauð sig fram til höfuðs Macron í forsetakosningunum, gagnrýndi Macron harðlega og sagði hann ekki standa sig sem skyldi í embætti forseta. Mannekla væri í heilbrigðiskerfinu og ekki nægilega margir lögreglumenn væru að störfum í „erfiðari“ hverfum Parísar. Hann segir yfirvöld bera fyrir sig fjárskort en Mélenchon segir það af og frá. „Við trúum ykkur ekki vegna þess að þið ljúgið,“ segir Mélenchon sem bendir á að peningarnir sem fóru í skattaívilnanir til handa þeim ríku hefðu komið að góðum notum í heilbrigðiskerfinu. Mélenchon segir að landið sé auðugt og að mikilvægt sé að auðæfunum sé skipt með sanngjarnari hætti. Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir lögreglu hafa þurft að grípa inn í þegar hópur mótmælenda reyndi að rústa banka. Að sögn Collomb voru mennirnir hettuklæddir og sjö lögreglumenn meiddust í lögregluaðgerðinni. Lögreglan hefur handtekið 35 mótmælendur fyrir margvísleg brot, að því er fram kemur á vef Reuters. Macron lætur engan bilbug á sér finna og hyggst halda breytingunum til streitu.
Tengdar fréttir Búist við miklum samgöngutruflunum í Frakklandi næstu mánuðina Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. 3. apríl 2018 08:46 Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum. 1. maí 2018 21:27 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Búist við miklum samgöngutruflunum í Frakklandi næstu mánuðina Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. 3. apríl 2018 08:46
Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum. 1. maí 2018 21:27