Rússneskir hrekkjalómar göbbuðu breska utanríkisráðherrann Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 14:30 Breska utanríkisráðuneytið segir að Johnson hafi strax áttað sig á að um gabb væri að ræða. Símtalið stóð engu að síður yfir í átján mínútur. Vísir/AFP Boris Johnson, utanríkisráðherra, Bretlands ræddi um Vladímír Pútín og Sergei Skrípal í átján mínútna löngu símtali við mann sem hann hélt að væri nýr forsætisráðherra Armeníu. Tveir rússneskir hrekkjalómar sem grunur leikur á að tengist þarlendri leyniþjónustu stóðu hins vegar að baki símtalinu. Mennirnir tveir birtu upptöku af símtalinu sem átti sér stað í síðustu viku, að sögn The Guardian. Annar þeirra lést vera Níkol Pasjinjan, nýr forsætisráðherra Armeníu. Spurði hann Johnson meðal annars hvers hann ætti að eiga við Pútín Rússlandsforseta og bað hann um upplýsingar um viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal. Hrekkjalómarnir fengu hins vegar lítið bitastætt upp úr Johnson. Hann sagði þeim meðal annars að bresk stjórnvöld myndu halda áfram að auka þrýsting á ólígarkana í kringum Pútín þar sem það hafi reynst árangursríkasta aðferðin til að eiga við Rússa. Sagði Johnson að bresk stjórnvöld væru „næstum 100% viss“ um að Rússar hafi staðið að tilræðinu við Skrípal og bauð viðmælanda sínum að fá að sjá frekari gögn sem hafa ekki verið gerð opinber því til stuðnings. „Ef ég hefði skilaboð til Pútín þá væri þau að við viljum ekki kalt stríð en við viljum sjá að Rússar bæti hegðun sína,“ sagði Johnson.Neita tengslum við leyniþjónustuna Hrekkjalómarnir tveir, Alexei Stoljarov og Vladímír Kuznetsov, eru þekktir undir nöfnunum Lexus og Vovan. Þeir hafa áður náð að láta aðra ráðamenn bíta á agnið. Þannig þóttust þeir vera Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, í símtali við Recep Erdogan, leiðtoga Tyrklands, og töluðu við söngvarann Elton John sem Vladímír Pútín. Þeir hafa neitað því að tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Hrekkir þeirra hafa þó oft kallast á við yfirlýsingar stjórnvalda í Kreml. Þá þykir sú staðreynd að þeir hafi ítrekað náð tali af þjóðarleiðtogum benda til þess að þeir gætu notið aðstoðar. Háttsettur breskur embættismaður segir við The Guardian að hrekkurinn virðist nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda til að bjarga andliti vegna alþjóðlega fordæmingu á árásinni á Skrípal. „Það er sorglegt að sjá meiriháttar heimsveldi leggjast svo lágt að stunda misheppnaða hrekki sem maður sér vanalega aðeins í Trigger Happy TV,“ sagði embættismaðurinn og vísaði til bresks sjónvarpsþáttar sem er þekktur fyrir hrekki. Armenía Bretland Rússland Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00 Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra, Bretlands ræddi um Vladímír Pútín og Sergei Skrípal í átján mínútna löngu símtali við mann sem hann hélt að væri nýr forsætisráðherra Armeníu. Tveir rússneskir hrekkjalómar sem grunur leikur á að tengist þarlendri leyniþjónustu stóðu hins vegar að baki símtalinu. Mennirnir tveir birtu upptöku af símtalinu sem átti sér stað í síðustu viku, að sögn The Guardian. Annar þeirra lést vera Níkol Pasjinjan, nýr forsætisráðherra Armeníu. Spurði hann Johnson meðal annars hvers hann ætti að eiga við Pútín Rússlandsforseta og bað hann um upplýsingar um viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal. Hrekkjalómarnir fengu hins vegar lítið bitastætt upp úr Johnson. Hann sagði þeim meðal annars að bresk stjórnvöld myndu halda áfram að auka þrýsting á ólígarkana í kringum Pútín þar sem það hafi reynst árangursríkasta aðferðin til að eiga við Rússa. Sagði Johnson að bresk stjórnvöld væru „næstum 100% viss“ um að Rússar hafi staðið að tilræðinu við Skrípal og bauð viðmælanda sínum að fá að sjá frekari gögn sem hafa ekki verið gerð opinber því til stuðnings. „Ef ég hefði skilaboð til Pútín þá væri þau að við viljum ekki kalt stríð en við viljum sjá að Rússar bæti hegðun sína,“ sagði Johnson.Neita tengslum við leyniþjónustuna Hrekkjalómarnir tveir, Alexei Stoljarov og Vladímír Kuznetsov, eru þekktir undir nöfnunum Lexus og Vovan. Þeir hafa áður náð að láta aðra ráðamenn bíta á agnið. Þannig þóttust þeir vera Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, í símtali við Recep Erdogan, leiðtoga Tyrklands, og töluðu við söngvarann Elton John sem Vladímír Pútín. Þeir hafa neitað því að tengjast rússnesku leyniþjónustunni. Hrekkir þeirra hafa þó oft kallast á við yfirlýsingar stjórnvalda í Kreml. Þá þykir sú staðreynd að þeir hafi ítrekað náð tali af þjóðarleiðtogum benda til þess að þeir gætu notið aðstoðar. Háttsettur breskur embættismaður segir við The Guardian að hrekkurinn virðist nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda til að bjarga andliti vegna alþjóðlega fordæmingu á árásinni á Skrípal. „Það er sorglegt að sjá meiriháttar heimsveldi leggjast svo lágt að stunda misheppnaða hrekki sem maður sér vanalega aðeins í Trigger Happy TV,“ sagði embættismaðurinn og vísaði til bresks sjónvarpsþáttar sem er þekktur fyrir hrekki.
Armenía Bretland Rússland Tengdar fréttir Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45 Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00 Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03 Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Sjá meira
Júlíu Skripal dreymir um Rússland Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni. 24. maí 2018 06:45
Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok-taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. 19. maí 2018 09:00
Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Síðustu árin hafði Sergei Skrípal gefið evrópskum leyniþjónustum upplýsingar um störf þeirrar rússnesku. Eitrað var fyrir honum í mars. 14. maí 2018 15:03
Skrípal útskrifaður af sjúkrahúsi eftir eitrunina Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum með sovésku taugaeitri í bænum Salisbury á Englandi. 18. maí 2018 10:02