Erlent

Tugir manna látið lífið í hitabylgju í Pakistan

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Að minnsta kosti 65 hafa látið lífið í hitabylgju í fjölmennustu borg Pakistan, Karachi. Föstumánuður múslima er nýhafinn.
Að minnsta kosti 65 hafa látið lífið í hitabylgju í fjölmennustu borg Pakistan, Karachi. Föstumánuður múslima er nýhafinn. Vísir/afp
Að minnsta kosti 65 hafa látið lífið á síðustu dögum hinni fjölmennu borg Karachi í Pakistan af völdum hitabylgju. Þetta hefur The New York Times eftir talsmanni hjálparsamtaka í Pakistan. Yfirvöld hafa ekki enn staðfest tölu látinna.

Borgaryfirvöld hafa gefið út varúðarreglur vegna hitabylgjunnar. Það sé brýnt borgarbúar haldi sig innandyra í vikunni og  gæti þess að drekka nóg af vatni. Í gær mældist hitinn í borginni 44 stig og útlit er fyrir að hann fari hækkandi á næstu dögum.

Föstumánuður múslima – helsta trúarhátíð og heilagasti mánuður þeirra - Ramadan, hófst 16. maí en þá neita múslimar sér meðal annars um mat og drykk frá sólarupprás til sólarlags. Hitabylgjan kemur því á versta mögulega tíma.

Flestir hinna látnu komu frá fátækari verkamannahverfum; Korangi og Landhi. Á meðal hinna látnu eru aldraðir menn, konur og börn. Margir hafa misst meðvitund á götum úti sökum hitasvækjunnar.

Föstumánuður múslima er nýhafinn. Múslimar neita sér um mat og drykk frá sólarupprás til sólarlags.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×