Erlent

Ók yfir fjölskyldu sína

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Maður ók á fjölskyldu sína með þeim afleiðingum að tveir létust og þrír slösuðust alvarlega.
Maður ók á fjölskyldu sína með þeim afleiðingum að tveir létust og þrír slösuðust alvarlega. Vísir/AP
Rúmlega sextugur karlmaður var handtekinn í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær eftir að hann ók bifreið sinni yfir fjölskyldu sína. Roger Self hafði setið við borð á veitingastað með fjölskyldunni eftir messu þegar hann sagðist þurfa að bregða sér frá. Skömmu síðar settist hann upp í bifreið sína, hvítan jeppa, og ók á miklum hraða á veitingahúsið.

Dóttir hans og tengdadóttir létu lífið og eiginkona hans, sonur og 13 ára barnabarn hlutu alvarleg meiðsli en eru ekki í lífshættu. Self var handtekinn fyrir utan Surf and Turf Lodge veitingahúsið og hefur verið kærður fyrir tvö morð en hann glímir við andleg veikindi samkvæmt frétt APF. Dóttir hans, Katelyn Self, starfaði hjá lögreglunni en Amanda Self tengdadóttir hans starfaði sem hjúkrunarfræðingur.

Roger SelfVísir/AP
„Það getur vel verið að í huga hans, hafi hann talið að það væri best fyrir fjölskylduna að fara öll saman til himna,“ sagði Austin Rammel, prestur og góður vinur Self, við fjölmiðla í dag. Samkvæmt frétt AFP var Self í miklu ójafnvægi síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×