Erlent

Fjallaljón drap hjólreiðamann

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fjallaljónið var elt uppi og fellt. Hér eru starfsmenn sem komu að aðgerðum ásamt ljóninu.
Fjallaljónið var elt uppi og fellt. Hér eru starfsmenn sem komu að aðgerðum ásamt ljóninu. wdfw.wa.gov
Fjallaljón drap hjólreiðamann og særði annan alvarlega í Washington-ríki í Bandaríkjunum á laugardagsmorgun. Þjóðgarðsverðir leituðu ljónið uppi eftir árásina og skutu það til bana.

Hjólreiðamennirnir tveir voru á ferð við bæinn North Bend, sem staðsettur er í um 50 kílómetra fjarlægð frá borginni Seattle, þegar fjallaljónið réðst á þá.

Afar sjaldgæft er að fjallaljón ráðist á menn.Vísir/Getty
Fjallaljónið banaði öðrum manninum og dró hann með sér í greni sitt. Hinn maðurinn náði að hringja á hjálp.

Þefhundar voru notaðir til að rekja slóð fjallaljónsins en það fannst nokkrum klukkustundum eftir árásina og var, eins og áður sagði, skotið til bana.

Í frétt BBC kemur fram að um sé að ræða aðra banvænu árás fjallaljóns í Washington-ríki á síðustu 100 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×