Ók aftur af vinstri akrein yfir á þá hægri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. maí 2018 19:00 Um fimmtíu ár eru síðan skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Forvarnir og vitundarvakning vegfarenda hefur orðið til þess að slysum á börnum í umferðinni hefur fækkað um rúm 30 prósent frá aldamótum. Mikill undirbúningur og þrotlaus vinna margra aðila var aðdragandinn að því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968, en rúmum fjórum árum áður ályktaði Alþingi að skora á þáverandi ríkisstjórn að hefja hið allra fyrsta undirbúning að því, að hægri handar akstur yrði tekinn hér á landi. Breytingin var gerð með táknrænum hætti á Skúlagötu á sínum tíma fyrir framan hús Ríkisútvarpsins sem var ekki tilviljun því með þeim hætti var hægt að lýsa því sem fyrir augum bar í beinni útsendingu í útvarpi. Bíllinn sem fór fyrstur frá vinstri yfir á hægri akrein á sínum tíma var notaður til þess að minnast tímamótanna í dag og það með sama hætti, á sama stað og með sama bílstjóra en Valgarð Briem átti sæti starfshópnum sem vann að breytingunum á sínum tíma sem hann segir marga hafa verið á móti.Valgarð Briem og Þórólfur Árnason setjast inn í bílinn við athöfnina í dagVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Og þeir skrifuðu greinar og héldu fundi og þarf var prestur, ákaflega vinsæll prestur, sem að hélt ræðu á fundinum og spurði, hver þurrkar blóð og þerrar þau tár sem þessi breyting hefur í för með sér,“ sagði Valgarð Briem, þáverandi formaður framkvæmdanefndar hægri umferðar þegar hann minntist tímamótanna í dag. Með Valgarð í bílnum í dag var forstjóri Samgöngustofu en þar fyrir aftan þá mættist nýi tíminn, bíll sem er sjálfkeyrandi að hluta, 17 ára ökumanni og með honum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Fram kom við athöfnina í dag að umferðarslysum á börnum hefur fækkað á undanförnum árum. En frá aldamótum nemur fækkunin 35% en þar má að mestu þakka betri öryggisbúnaði og forvörnum. „Ég ætla ekkert endilega að segja að fjármagnið skorti. Þetta er allt upp í hausnum á fólki. Sumt er hægt að gera mjög ódýrt að hafa áhrif og fræðsla er oft á tíðum það sem skilar bestum árangri,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu við athöfnina í dag. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Um fimmtíu ár eru síðan skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Forvarnir og vitundarvakning vegfarenda hefur orðið til þess að slysum á börnum í umferðinni hefur fækkað um rúm 30 prósent frá aldamótum. Mikill undirbúningur og þrotlaus vinna margra aðila var aðdragandinn að því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968, en rúmum fjórum árum áður ályktaði Alþingi að skora á þáverandi ríkisstjórn að hefja hið allra fyrsta undirbúning að því, að hægri handar akstur yrði tekinn hér á landi. Breytingin var gerð með táknrænum hætti á Skúlagötu á sínum tíma fyrir framan hús Ríkisútvarpsins sem var ekki tilviljun því með þeim hætti var hægt að lýsa því sem fyrir augum bar í beinni útsendingu í útvarpi. Bíllinn sem fór fyrstur frá vinstri yfir á hægri akrein á sínum tíma var notaður til þess að minnast tímamótanna í dag og það með sama hætti, á sama stað og með sama bílstjóra en Valgarð Briem átti sæti starfshópnum sem vann að breytingunum á sínum tíma sem hann segir marga hafa verið á móti.Valgarð Briem og Þórólfur Árnason setjast inn í bílinn við athöfnina í dagVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Og þeir skrifuðu greinar og héldu fundi og þarf var prestur, ákaflega vinsæll prestur, sem að hélt ræðu á fundinum og spurði, hver þurrkar blóð og þerrar þau tár sem þessi breyting hefur í för með sér,“ sagði Valgarð Briem, þáverandi formaður framkvæmdanefndar hægri umferðar þegar hann minntist tímamótanna í dag. Með Valgarð í bílnum í dag var forstjóri Samgöngustofu en þar fyrir aftan þá mættist nýi tíminn, bíll sem er sjálfkeyrandi að hluta, 17 ára ökumanni og með honum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Fram kom við athöfnina í dag að umferðarslysum á börnum hefur fækkað á undanförnum árum. En frá aldamótum nemur fækkunin 35% en þar má að mestu þakka betri öryggisbúnaði og forvörnum. „Ég ætla ekkert endilega að segja að fjármagnið skorti. Þetta er allt upp í hausnum á fólki. Sumt er hægt að gera mjög ódýrt að hafa áhrif og fræðsla er oft á tíðum það sem skilar bestum árangri,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu við athöfnina í dag.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira