Erlent

Assad hótar árásum á bandarískar hersveitir

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Assad er vígreifur eftir gott gengi stjórnarhersins undanfarið
Assad er vígreifur eftir gott gengi stjórnarhersins undanfarið Vísir/AFP
Bashar al Assad Sýrlandsforseti segist reiðubúinn að beita hervaldi gegn bandarískum hermönnum í Sýrlandi. Í nýju sjónvarpsviðtali segir hann að vera Bandaríkjamanna í landinu sé ólögleg og þeir verði fjarlægðir með einum hætti eða öðrum.

Hann beindi orðum sínum einnig til kúrdískra skæruliða og annarra uppreisnarmanna sem hafa starfað með Bandaríkjamönnum. Sagðist Assad reiðubúinn til viðræðna við þessa hópa um að leggja niður vopn en það væri ljóst að Sýrlendingar myndu aldrei sætta sig við erlendan her í landinu.



Assad minntist ekki einu orði á rússneskar, líbanskar, íranskar og íraskar hersveitir sem hafa aðstoðað hann í borgarastríðinu. Hann lagði áherslu á að útlendingar ættu ekki að hlutast til um framtíð Sýrlands og sagði að Bandaríkjamönnum biðu sömu örlög og í Írak ef þeir hypjuðu sig ekki á brott.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×