Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hélt blaðamannafund í dag fyrir vináttulandsleikinn á móti Gana á morgun og við hlið hans var landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson.
Leikurinn á móti Gana verður síðasti undirbúningsleikur íslenska landsliðsins fyrir HM í Rússlandi sem hefst í næstu viku.
Leikurinn við Gana fer fram á Laugardalsvellinum klukkan átta annað kvöld og þar fá strákarnir okkar tækifæri til að kveðja íslensku þjóðina með sigri.
Íslenska landsliðið flýgur síðan út til Rússlands á laugardaginn.
Í spilaranum hér fyrir ofan er hægt að sjá útsendinguna frá fundinum sem var í beinni á Vísi.
Heimir Hallgrímsson og Gylfi Þór Sigurðsson svöruðu þar spurningum blaðamanna sem komu víðsvegar að úr heiminum.
Sjáðu þegar Heimir og Gylfi hittu blaðamenn í Laugardalnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
