Innlent

Göngumanni komið til bjargar

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgunarfólk var í um einn og hálfan tíma að ná til mannsins.
Björgunarfólk var í um einn og hálfan tíma að ná til mannsins. Vísir/Vilhelm
Björgunarfólk hefur göngumanns sem slasaðist við Landakot upp frá Eyjafjarðardal í morgun. Um var að ræða fimm manna gönguhóp sem var á leið frá Lækjarfjalli til Laugafells en neyðarboð barst frá þeim á tíunda tímanum í morgun þegar einn úr hópnum slasaðist.

Björgunarfólk náði til konunnar sem slasaðist fyrir um hálftíma og er að gera hana reiðubúna fyrir flutning til byggða.

Hinir úr hópnum héldu göngu sinni áfram, en um er að ræða erlent ferðafólk.

Ekki er vitað hvernig konan slasaðist, en lítið annað er vitað en að hún sé með áverka á fæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×